Leita í fréttum mbl.is

Bæjarmálablaður V

Það hefur komið löng pása í þessum pistlum en ég skýli mér miskunnarlaust á bak við það að ég varð faðir í vikunni og helgin hefur snúist um Auðbjörgu litlu sem er að upplifa heiminn í fyrsta sinn. Það er merkilegt hvað hlutirnir fara allir að snúast um þessi blessuðu börn þegar þau koma í heiminn. Og kannski spyrja einhverjir hvort ég sé bara algjörlega hættur að hugsa um bæjarmálin. Svarið er nei, ég hugsa nú um þau sem aldrei fyrr.

Ég hóf afskipti af pólitík vegna þess að ég vil hafa áhrif á umhverfi mitt. Sveitarstjórnarmál gefa einstakt tækifæri til þess að breyta til betri vegar mörgu því sem snertir einstaklinga og fjölskyldur með beinum hætti dags daglega. Þegar ég flutti aftur austur var það vegna þess að mér þykir vænt um samfélagið á Fljótsdalshéraði og vildi tilheyra því. Þegar ég bauð mig fram sem oddvita á lista Framsóknarflokksins var það vegna þess að ég skynjaði að breytinga væri þörf til þess að ná því markmiði að Fljótsdalshérað yrði það fyrirmyndasveitarfélag sem það getur orðið og ég vil búa í.

Núna sé hins vegar ábyrgð mín tvöföld. Ég þarf ekki bara að leitast við að taka réttar ákvarðanir og móta samfélagið eins og ég tel rétt vegna þeirra sem nú búa þar og sjálfan mig þar á meðal. Ég þarf að taka réttar ákvarðanir með hagsmuni komandi kynslóða, barnanna okkar allra að leiðarljósi.

Ég hef ákveðna framtíðarsýn. Sýn á sveitarfélagið okkar sem besta stað á landinu til að ala upp börn. Sýn um menntakerfi sem er til fyrirmyndar, öflugt tómstundastarf og menningarlíf í blóma. Sýn um hreint og fallegt umhverfi þar sem börn og fullorðnir njóta þess að vera til við leik og störf. Innan Framsóknarflokksins er mikið af ungu og öflugu fólki sem deilir þessari sýn. Við biðjum ykkur um að vinna með okkur að henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var ekki fyrsta kosningaloforðið að setja hér inn pistla daglega fram að kjördag??

(IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.