Leita í fréttum mbl.is

Að skapa eigin veruleika

Ármann Jakobsson er skemmtilegur og skarpur penni sem ég hef mikið uppáhald á. En það kemur hér berlega í ljós að hann getur misstigið sig svo um munar.

Ég sá að félagar í Vinstri hreyfingunni grænu framboði deildu þessari grein víða og létu sér greinilega vel líka. Ég gat ekki orða bundist og gerði neðangreinda athugasemd:

----------------

Eruð þið ekki að grínast? Þetta er eins sú veruleikafirrtasta sýn á pólitík sem að ég hef nokkru sinni lesið. Ármann er einn af mínum uppáhalds pennum, en þetta er gjörsamlega fáránlegt.

1) Það er rétt að fjölmiðlar voru skelfilega gagnrýnis...lausir á viðskiptalífið. En að halda því fram að fjölmiðlar gangi nú harðar fram gegn sitjandi ríkisstjórn heldur en var gert, t.d. á valdatíma ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks bendir til einkar valkvæðs minnis greinarhöfundar.

2) Það að segja að ríkisstjórnin sé sterk er í besta falli vafasamt. Það hefur a.m.k. sjaldan talist styrkleikamerki að stór hópur þingmanna annars stjórnarflokksins komi slag í slag með yfirlýsingar um að þeir styðji ekki tiltekin mál eða hafi verið neyddir til að styðja önnur þvert gegn vilja sínum. Það að enn hafi ekkert mál verið stöðvað er ekkert sérstakur mælikvarði á styrkleika stjórnar því þegar það fyrsta fellur, þá er stjórnin svo gott sem fallin. Það kemur sjaldan annar séns.

3) Ég er enginn hagfræðingur en mér finnst einhvern veginn ekkert sérstakt afrek að halda verðbólgu lægri í kreppu en á þenslutíma. Það er tæplega hægt að hrósa ríkisstjórninni fyrir það afrek.

Af þessu m.a. sýnist mér að það sé enginn að ganga harðar fram í að skapa sinn eigin pólitískan veruleika. Þið megið klappa fyrir þessu ef þið viljið. Þetta verður ekkert meiri sannleikur fyrir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband