Leita í fréttum mbl.is

Allan vafa...

Áður en heimsósómaskáld í hópi bloggara fara að tapa sér, er hægt að upplýsa að ákærði í málinu var sýknaður með góðum og gildum rökum af tvennum toga.

Í fyrsta lagi leið tæpt ár frá því árásin var kærð og þar til kærandi, ákærði og vitni voru yfirheyrð. Það var talið draga úr sönnunargildi vitnaframburða. Eðli málsins samkvæmt fer minni manna að förlast eftir því sem tíminn líður og meiri líkur á því að söguburður hafi spillt vitnaframburði.

Og í öðru lagi þá gaf sig fram annar maður sem játaði fyrir lögreglu að hafa í átökum á sama stað slegið frá sér með glasi eða hent glasinu, en það var það sem ákærði var ákærður fyrir. Hann taldi sjálfur að ákærði væri þess vegna hafður fyrir rangri sök. Að vísu vildi hann ekki kannast við þessa frásögn fyrir dómi en hann hafði staðfest lögregluskýrslu um þennan framburð. Vitni gat og staðfest að þessi maður hafði sagt frá því áður að hafa slegið mann með glasi þarna á staðnum.

Ákærði neitaði alltaf sök og taldi annan hafa framið verknaðinn. Það benti ansi margt til þess að það hafi verið rétt hjá honum og þess vegna er sýknað. En eins og í öllum málum má færa rök fyrir gagnstæðri niðurstöðu. Héraðsdómur sakfelldi manninn og byggði á framburðum vitna sem hann taldi mjög trúverðug. Hann taldi frásögn mannsins sem ég minntist á hér að ofan ekki skipta máli. Um þetta eru vitaskuld skiptar skoðanir.

Ég freistast til þess að hallast á sveif með Hæstarétti, einfaldlega vegna þess grundvallarsjónarmiðs að allan vafa um atvik máls beri að skýra ákærða í hag. Það væri nöturlegt að hugsa til þess að einhver þyrfti að dúsa í fangelsi í tvo mánuði, eins og niðurstaða héraðsdóms hljóðaði upp á, ef hann framdi svo ekki verknaðinn.


mbl.is Sýknaður af ákæru fyrir alvarlega líkamsárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

true

Brjánn Guðjónsson, 10.4.2008 kl. 18:18

2 identicon

Alveg hjartanlega sammála, finnst samt alveg ótrúlega langur tími sem lögreglan gefur sér til að rannsaka mál sem ekki er flóknara eða viðameira en þetta. Það er til skammar.

Katala (IP-tala skráð) 11.4.2008 kl. 00:25

3 Smámynd: Meinhornið

Hvurnig í fjáranum getur það dregist í meira en ár að yfirheyra?

Meinhornið, 11.4.2008 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.