Leita í fréttum mbl.is

Togast á

Ţetta fer ađ verđa hiđ merkilegasta mál og lýsandi fyrir ţann vanda sem dómskerfiđ hér á landi stendur frammi fyrir.

Fyrir Hćstarétt eru ađ jafnađi ekki leidd vitni, heldur eru upptökur af vitnaskýrslum í hérađsdómi látnar duga. Ţetta fyrirkomulag stenst hins vegar illa reglur Mannréttindasáttmála Evrópu um milliliđalausa málsmeđferđ. Í stuttu máli á sá sem er ákćrđur á rétt á ađ koma fyrir dóminn sem dćmir hann.

Hér á landi hefur ţađ veriđ látiđ viđgangast ađ Hćstiréttur dćmi samt í málum, án ţess ađ vitni séu leidd, ađ ţví tilskyldu ađ úrslit málsins teljist ekki ráđast eingöngu af framburđi vitna. Ţetta hefur veriđ taliđ sleppa. Ástćđulaust sé ađ vitni eđa ađilar séu kallađir fyrir ćđra dómsstig ef niđurstađa málsins rćđst ekki af ţví sem ţeir bera um.

Í ţessu máli sýknar hérađsdómur hinn ákćrđa. Málinu er áfrýjađ til Hćstaréttar og lesa má dóm hans hér. Ţar kemur í raun fram ađ Hćstiréttur er efnislega ósammála hérađsdómi. Ţađ skín í gegn ađ Hćstiréttur vill sakfella, en treystir sér ekki til ţess, vegna ţess ađ máliđ byggir alfariđ á sönnunargildi vitnaframburđa, og ómerkir dóminn og vísar honum aftur í hérađ. Mér finnst borđleggjandi ađ ţarna hefđi Hćstiréttur átt ađ kveđa upp efnisdóm, sýkna eđa sakfella. Rétturinn hefur heimild til ađ kalla fyrir sig vitni og taka skýrslurnar ađ nýju. Af hverju var ţađ ekki gert? 

Dómarar málsins í hérađi sjá ţađ í hendi sér ađ Hćstiréttur er búinn ađ panta niđurstöđu í málinu og segja sig í frá ţví, ađ ţví er manni sýnist í mótmćlaskyni. Ég skil dómarana mjög vel.

Hćstiréttur hefur hins vegar engan húmor fyrir ţessu og snuprar hérađsdómarana. Ég get svo sem skiliđ ţađ sjónarmiđ líka. Ţetta er ekki vanhćfisástćđa, en ţađ vita hérađsdómararnir líklega alveg.  Svona togast menn á um ţetta og ţetta mun alltaf verđa vandamál svo lengi sem ekki verđa gerđar hér breytingar á dómstólaskipan, t.d. međ upptöku ţriđja dómstigsins, ţannig ađ viđ uppfyllum kröfur sem Mannréttindasáttmáli Evrópu gerir til okkar.


mbl.is Dómarar fá ekki ađ víkja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurđur Kristjánsson

Ég átta mig ekki frekar en Hćstiréttur á ofbeldis og valdbeitingarsjónamiđum hérađsdóms, og skiptir ekki máli ţótt hérađsdómur beiti hinum merku tungumálum dönsku og latínu.

Kristján Sigurđur Kristjánsson, 22.4.2008 kl. 17:35

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband