Leita í fréttum mbl.is

Jákvæð tíðindi

Þetta eru góð tíðindi, sérstaklega ef borið er saman við þau tíðindi sem berast af öðrum vígstöðvum. En ekki er það ríkisstjórnin sem neitt leggur fram til þess að leysa vandamálin í samfélaginu. Það eru aðrir sem það gera, og kannski eins gott að stóla ekki um of á þessa útlagastjórn sem nú situr.

Ásmundur Stefánsson hefur reynst afskaplega farsæll í starfi ríkissáttasemjara og kemur það fram í þessari frétt hvernig hann beitti sér sérstakega í því að bæta samskipti á milli þessara samningsaðila. Húrra fyrir honum.

Þegar þessi leiðrétting á kjörum grunnskólakennara er komin í gegn verður vonandi næst hægt að horfa til þess að auka frelsið og ekki binda alla skólastjórnendur og kennara á klafa launatöflunnar. Það verður að vera hægt að sína sveigjanleika í rekstri skóla og veita skólastjórnendum traust og tæki til að halda í góða og metnaðarfulla starfsmenn, þó allt verði þetta vissulega að byggja á traustum grunni umsaminna lágmarkslauna. En eins og áður segir vona ég að þetta sé byrjunin á einhverju enn meira og betra í samningum við grunnskólakennara.


mbl.is Laun grunnskólakennara hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Sighvatsson

Sælt veri gamla Gettu betur gúrúið.

Hvað finnst þér um það að laun grunnskólakennara skuli ekki ná launum leikskólakennara við þessa hækkun? Mér finnst kennurum allavega ekki vera sýnd mikil virðing með þessum hækkunum.

Svona í framhjáhlaupi: Hvernig þróuðust laun kennara á þeim 12 árum sem Framsóknarflokkurinn var í ríkisstjórn?

Björn Sighvatsson, 28.4.2008 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband