Leita í fréttum mbl.is

Hvað varð um ræðumann ársins 2008?

Ég er svo illa innrættur að ég gat ekki annað en sent eftirfarandi tölvupóst til JCI og leitað skýringa á dularfullu mannshvarfi.

Ágætu JCI-liðar. 

Ég vil byrja á að lýsa ánægju minni með það framtak ykkar að dæma frammistöðu Alþingismanna í svokölluðum Eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Ég er sjálfur mikill áhugamaður um ræðumennsku og þykir gaman að sjá ykkur reyna að blása þingmönnum okkar eldmóði í brjóst og reyna að veita þeim hvatningu til að flytja betri ræður. 

Ég var eðli málsins samkvæmt glaður að sjá að þið veittuð Höskuldi Þórhallssyni þingmanni Framsóknarflokks nafnbótina „Ræðumaður Alþingis 2008“, enda hann flokks- og vopnabróðir minn. Ég gladdist líka að sjá að val ykkar vakti athygli, hlekkur á tilkynningu á heimasíðu ykkar var settur á vefsíðuna www.eyjan.is, sem og á fleiri síður og við framsóknarmenn settum upp hlekki á síðunum www.hrifla.is og www.framsokn.is. Ég ætlaði einnig að nota tækifærið og setja slíkan hlekk á síðu Sambands ungra framsóknarmanna, www.suf.is, enda Höskuldur einn af okkur ungliðunum og því enn meiri ástæða fyrir okkur að gleðjast yfir framgöngu hans. Þá ber svo við að fréttinni um útnefningu hans virðist hafa verið eytt af heimasíðu JCI. 

Ég verð að spyrja hvað veldur? Þessi verðlaun hljóta hálft í hvoru að vera veitt til að vekja athygli á JCI og því starfi sem þar fer fram. Ég hefði haldið að þið tækjuð umferðinni sem fylgir hlekkjum á síðu ykkar fagnandi. Ég vona a.m.k. heitt og innilega að pólitískar skoðanir einhverra innan ykkar raða hafi ekki orðið til þess að ákveðið var að þurrka fréttina burt af síðu ykkar. Veiti því þó athygli að nýjasta fréttin, sú sem virðist hafa komið í stað tilkynningarinnar um „Ræðumann Alþingis 2008“, er um kynningarfund JCI GK. Hann er haldinn í Sjálfstæðissalnum í Kópavogi. 

Ef um einföld mistök eða bilun var að ræða, biðst ég afsökunar. Ég vil ekki saka neinn um óheiðarleika sem ekki á það skilið. En þið hljótið að skilja að þessa dagana er auðvelt að vera vænissjúkur framsóknarmaður. 

Með kveðju, Stefán Bogi Sveinsson, varaformaður SUF

Ætli þetta hafi svo ekki bara verið bilun eða eitthvað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.