Leita í fréttum mbl.is

Á skjön

Það kemur fyrir að maður lendir pínulítið á skjön við flokkinn sinn. Ekkert stórmál svosem, getur alltaf gerst og ég er ekkert minni Framsóknarmaður fyrir vikið.

Jú jú, Steingrímur laug, eða vissi ekki betur, og ég veit eiginlega ekki hvort er verra. En það eru bara engin nýmæli að Steingrímur sé meistari í tvískinnungi.

En ég er ekki tilbúinn til að standa og æpa "glæpur, glæpur" yfir þessum fyrirhugaða Icesave-samningi. Ég ætla að leyfa mér að vitna í Mörð Árnason.

Löngu var ljóst að við áttum engan annan kost en að semja um þessar skuldir. Hinn kosturinn var að segja sig úr lögum við umheiminn og útiloka samfélagið um leið frá erlendu lánsfé, hefðbundnum viðskiptum og almennum áhrifum í áratugi. Sennilega hefði EES-aðild okkar meðal annars verið í hættu – og það er kannski sú fjöður sem er orðin að fimm hænum í þeirri frábæru kenningu að hér sé ríkisstjórnin að greiða einhverskonar aðgöngu-„gjald“ inn í ESB. Sem er að öðru leyti einhver hin lágkúrulegasta  í langri og leiðinlegri sögu landráðabrigsla í íslenskri pólitík.

Það fer í mínar fínustu taugar þegar fólk er að klæmast á landráðahugtakinu. Það á ekki við nú, það átti ekki við í bankahruninu. Það er vel hægt að vera á móti þessum samningi án þess að veifa þessu hugtaki eins og einhverju stílvopni í rökræðunni. Það gengisfellir alla umræðuna.

Hins vegar er ég kannski ekki sammála Merði um að þessi tiltekna landráðaumræða sé hin lágkúrulegasta í sögu landráðabrigslanna. Þar hljóta að tróna á toppnum brigsl um nauðgun fjallkonunnar þegar byggð var virkjun hér um árið og svo upphrópanir um einkavæðingu vatns.

Samherjar Marðar eru sannarlega ekki saklausir af tilefnislausum dramaupphrópunum. En það réttlætir ekki að núverandi stjórnarandstaða stökkvi beint í skotgrafirnar og hjakki í sama fari og forverarnir.


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í lögum um tryggingasjóð innistæðna segir:

"Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum."

Þetta er það sem deilan stendur um og Samfylkinging neitaði að fara með fyrir dómstóla. Samkvæmt lögum (í samræmi við EES) er okkur ekki skylt að greiða nema það sem er í tryggingasjóði innistæðna. Sá sjóður er ekki með ríkisábyrgð. Ríkisstjórnin er semsagt að ganga mun lengra en lögin segja til um, án þess að fá úr því skorið hvort henni beri það.

Ríkisendurskoðandi ítrekaði í skýrslu sinni um reikninga ríkisins árið 2007 að tryggingasjóður félli ekki undir ríkissjóð og hann bæri ekki ábyrgð á honum. Þessa túlkun hefur forseti lagadeildar HÍ ítrekað síðast í vetur.

Þetta er það sem margir telja jaðra við landráð!

(NB, IANAL!)

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 10:24

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Fínn pistill hjá þér.

Erum við ekki ennþá undir hælnum á Ingibjörgu Sólrúnu. Það hefur hvissast út að hún hafi verið búin að semja við m.a. Breta að borga skuldir Útrásavíkinga og fá í staðinn flýtimeðferð í ESB.

ESB = Nei takk.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.6.2009 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.