Leita í fréttum mbl.is

Lexía

Það voru víst alir búnir að gefa sér að þetta væru mennirnir sem væru að reyna að losna við Sigríði úr nefndinni. Það var ekki. Þeir fengu kvörtun, fóru yfir hana og komust að niðurstöðu. Ég held menn ættu að láta sér þetta að kenningu verða. Það var búið að blása þetta mál gjörsamlega úr samhengi.

Það verður líka að hafa í huga að þessir menn er þeir tveir Íslendingar sem eru mestir sérfræðingar í hæfi. Það kemst enginn með tærnar þar sem þeir hafa hælana í þeim fræðum. Niðurstaða þeirra er líka þeim mun meira virði því þeir fóru ekki að tjá sig um málið í fjölmiðlum heldur sýndu fagmennsku í allri málsmeðferðinni.

Ég bind miklar vonir við starf þessarar nefndar. Miklu meiri en við starf sérstakra saksóknara.


mbl.is Sigríður ekki vanhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Páll Hreinsson ekki blár í gegn? Á hann svo að fara rannsaka vini þína úr Framsókn sem gáfu bankana til glæpamanna á samt Sjálfstæðisflokknum, gerðu finn Ingólfsson að miljarðamæring og sýndu af sér fádæma valdnýðslu í stjórnartíð sinni. Þeir hafa m.a. verið dæmdir sem glæpamenn í hæstarétti fyrir ólöglega einkavinavæðingu íslenskra aðalverktaka. Mér er þess vegna spurn hvernig fólk getur stutt annan hvorn þessara flokka sem komu okkur í þessa stöðu? Þessir tveir flokkar með þá Davíð og Halldór í broddi fylkingar stungu ríting í hjarta þjóðar sinnar. Hvernig getur þú stutt Framsóknarflokkinn eftir það sem þessi flokkur hefur gert þjóð sinni? Elskar þú flokkinn þinn meira en þjóð þína? Það þýðir ekkert að koma með þá rullu að skipt hafi verið um fólk, því innviðir flokksins eru fúnir af spillingu alveg upp í rjáfur. En verði þér að góðu.

Valsól (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.