Leita í fréttum mbl.is

Ódýr pólitík forsætisráðherra

Frumvarp um persónukjör er illa ígrundað og er langt frá því að ná þeim markmiðum sem helstu formælendur breytinga á kosningakerfinu leggja áherslu á.

Það er andstaða við málið innan annars stjórnarflokksins. Áberandi andstaða, hugmyndafræðingar eins og Stefán Pálsson og Silja Bára Ómarsdóttir hafa lagst gegn frumvarpinu.

Það er galið að ætla að breyta kosningalögunum nokkrum mánuðum fyrir kosningar. Ég myndi segja að tvö ár væru eðlilegur tími svo umræðan sé ekki í óeðlilegri kreppu.

Samt heldur forsætisráðherra málinu til streitu. Hvað veldur?

Getur verið að hún ætli sér að henda þessu handónýta máli fyrir þingið vitandi að það nýtur ekki stuðnings? Getur verið að hún ætli að berja sér á brjóst og segja: "Sjáið hvað ég er góð, ég vil persónukjör. Sjáið hvað Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn eru vondir valdaklíkuflokkar, þeir vilja ekki persónukjör!"

Andstaðan við þetta frumvarp byggir að mjög litlu leiti á því að menn séu á móti auknu persónukjöri, reyndar held ég að hugmyndir um slíkt njóti nokkuð víðtæks stuðnings. Þetta frumvarp er hins vegar hrákasmíð og allt of seint fram komið.

Það að leggja frumvarpið fram með allt of skömmum fyrirvara og ætla að prufukeyra það á sveitarstjórnum lýsir hroka og lítilsvirðingu gagnvart sveitarstjórnarstiginu í heild sinni.

Það að krefjast þess að allsherjarnefnd hraði afgreiðslu persónulegs metnaðarmáls forsætisráðherra lýsir hroka og lítilsvirðingu gagnvart löggjafarvaldinu.

Það að ætla sér að troða þessu máli í atkvæðagreiðslu án þess að hafa við það stuðning og nota þannig þetta mikilvæga mál til að slá ódýrar pólitískar keilur er lýðskrum og lýsir hroka og lítilsvirðingu gagnvart borgurum þessa lands.

Hættu Jóhanna. Hættu þessu núna.


mbl.is Persónukjörið að falla á tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Vel skal til vanda er lengi á að standa...

Emil Örn Kristjánsson, 5.11.2009 kl. 11:29

2 identicon

Ég ar sammála þér um þetta Bogi, þetta er handónýtt mál sem er eingöngu á dagskrá vegna poppúlisma stjórnmálamanna. Það á að henda þessu rugli alla leið út í hafsauga og aldrei minnast á það meir

Freyr (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.