Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Kópavogur græðir, KSH tapar.

Það er rétt að óska íbúum í Lindasókn til hamingju með fenginn. Guðni er drengur góður og frábær prestur. Að auki er sóknarprestur Lindasóknar sérlega öflugur og góður maður. Þarna er því valinn maður í hverju rúmi.

Það eina sem ég sýti er að missa Guðna úr starfi hjá Kristilegu skólahreyfingunni. Þar hefur hann unnið frábært starf fyrir félögin bæði, KSS og KSF, sem skólaprestur og framkvæmdastjóri. Það skarð verður vandfyllt.

Ég óska þér góðs gengis Guðni minn og takk fyrir samstarfið í KSH. En ég veit þú hættir nú ekkert að sinna skólahreyfingunni ;0)


mbl.is Guðni Már Harðarson valinn í Lindaprestakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vitlaust að gera

Nýr staður, ný vinna og ný íbúð.

Egilsstaðir hafa tekið vel á móti mér. Hérna líður mér vel. Það er hins vegar mikið verk að taka við framkvæmdastjórn hjá UÍA. ÞEgar ekki hefur verið fastur starfsmaður í nokkurn tíma þá hlaðast verkefnin upp og ég verð sjálfsagt langt fram á haust að reyna koma hlutunum í skorður hér. En mér finnst þetta skemmtilegt og það er það sem mestu skiptir.

Hinn húsbóndinn og bloggvinurinn Birkir Jón var svo hér fyrir austan í gær og fyrradag. Við ferðuðumst um svæðið, kíktum m.a. á Djúpavog, Breiðdalsvík og Vopnafjörð. Hittum margt fólk og leist bara vel á stöðuna. Að síðustu var svo haldið á leik Fjarðabyggðar og FH eins og sjá má hér.

Um síðustu helgi var ég á ráðstefnu í Helsinki. Helgina þar á undan var SUF-þing þar sem ný stjórn og formaður voru kosin (til hamingju Bryndís). Helgina þar á undan var ég að flytja mig austur.

Ég hlakka sem sagt rosalega til þess að eiga „venjulega“ helgi :o)

p.s.

Áfram Boston


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband