Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Magn, gæði og gullinn meðalvegur

Vildi bara vekja atygli á því hvaða flokkur virðist feta hinn gullna meðlaveg þarna sem og svo víða annars staðar. Framsóknarmenn tala hvorki of stutt né of lengi og er það til fyrirmyndar.

Vildi líka minna á það að það er ekki magn heldur gæði sem ráða úrslitum. Höskuldur Þórhallsson var einmitt kjörinn besti ræðumaður eldhúsdagsins í vor. Að vísu virtust íhaldsmennirnir í JC ekki áfjáðir í að halda því neitt á lofti eins og þetta blogg mitt hérna gerði grein fyrir.

En munið bara að gæðin skipta mestu.


mbl.is Guðjón Arnar nýr ræðukóngur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moggarugl

Það veitir mér enga sérstaka gleði að benda á ruglfréttina um mína menn. Í fréttinni segir:

„Meistarar Boston Celtics töpuðu í nótt á heimavelli fyrir Houston, 89:85, í NBA-deildinni í körfuknattleik. Þetta mun vera sjötta tap meistaranna á keppnistíðinni og hið fyrsta síðan 14. nóvember.  Í millitíðinni hafa leikmenn Boston leikið 19 leiki án taps. Um leið var þetta fyrsta tap Boston-liðsins á heimavelli í vetur.“

Þetta er bara della. En ég ætla ekki að fara nánar í það vegna þess að ég skrifa ekki um Celtics þegar illa gengur ;-<

Vill hins vegar góðfúslega benda íþróttafréttamönnum á mbl.is að vinna vinnuna sína.


mbl.is Meistararnir töpuðu á heimavelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsjáanleg kerfisbreyting

Ég hef ekki haft beinar spurnir af þessum fundi í Reykjavík. En mér sýnist á öllu að þarna hafi tekist á fylgjendur Páls Magnússonar annars vegar og svo fylgjendur hinna frambjóðendanna tveggja hins vegar, bæði stuðningsmenn Sigmundar og Höskuldar.

Í Framsóknarflokknum er kerfið þannig að í flestum tilfellum eru fulltrúar á flokksþing valdir á almennum félagsfundum þar sem allir félagsmenn sem mæta hafa atkvæðisrétt. Þarna skapast því oft spenna milli stuðningsmanna mismundandi frambjóðenda sem fjölmenna á fundina og allir vilja komast að sem fulltrúar á flokksþingið. Þetta er ekki æskileg staða.

Í Framsóknarflokknum er nú þegar mikið fylgi við að breyta þessu fyrirkomulagi. Tillaga sem ég og Jóhanna Hreiðarsdóttir lögðum fram (og má finna í skrá sem tengd er við síðustu bloggfærslu mína) snýst um að opna bæði kjördæmisþing og flokksþing þannig að allir flokksmenn geti mætt sem fulltrúar síns félags að því tilskyldu að félagið sé virkt og hafi haldið sinn reglubundna aðalfund. Þetta myndi útrýma þessum átökum á félagsfundum og ég býst mjög við því að þessi tillaga hljóti brautargengi á flokksþinginu. Samband ungra framsóknarmanna hefur þegar breytt lögum um sitt sambandsþing í þessa veru sem hluti af meðvituðu átaki í að auka lýðræði innan flokksins.

Þetta útilokar vitaskuld ekki smölun á þingin sjálf. Tillagan gerir ráð fyrir að framkvæmdastjórn flokksins sé heimilt að leggja á þinggjald og gera greiðslu þess að skilyrði fyrir atkvæðisrétti. Það kynni að draga úr smölun. Páll Magnússon hefur minnst á að rétt sé að taka upp árleg félagsgjöld og gera þau að skilyrði fyrir atkvæðisrétti á þingum flokksins. Það kanna að vera skynsamlegra fyrirkomulag.

Vandinn er sá að því lýðræðislegra sem fyrirkomulagið er, þeim mun opnara er það fyrir því að frambjóðendur reyni að beita fyrir sig fjöldanum. En það er í mínum huga æskilegra heldur en lokaður flokkur þar sem allt er handvalið af fáum útvöldum. Það er ávísun á dauða stjórnmálaflokks.


mbl.is Hiti á fundi framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilegt nýtt ár

Ég hef dvalist í höfuðstaðnum yfir hátíðarnar í góðu yfirlæti hjá tengdó. Hef svo oltið um á milli máltíða hjá mömmu og systkinum. Alveg svakalega ljúft og þægilegt.

Samband við umheiminn hefur verið í algjöru lágmarki. Hef þó aðeins stússað í einu og öðru eins og gengur.

Ég veit ekki hvað árið 2009 mun bera í skauti sér og hef í sannleika sagt sjaldan verið jafn óviss um það. En ég treysti því að það verði gott og skemmtilegt ár.

Ég vil þakka öllum vinum mínum, fólki sem ég hef fyrir hitt og öllu góða fólkinu sem ég vann með á árinu kærlega fyruir hið liðna og óska öllum í heiminum gleðilegs nýs árs.

Mín fyrstu verk á nýju ári voru að leggja fram breytingatillögur við lög Framsóknarflokksins. Þær fylgja hér með í skjölum. Önnur tillagan snýr að formannskjöri, hin að því að heimila öllum félagsmönnum í Framsókn að sækja flokksþing og kjördæmisþing.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband