Leita í fréttum mbl.is

Ekkifréttir

Eru það fréttir að það sé ódýrara að búa í Danmörku en á Íslandi. Hefur þetta ekki verið svona í áratugi? Það er líka miklu ódýrara að búa víða í Evrópu en í Danmörku, hvers vegna flykkist fólk ekki til þeirra landa. Ég skil sannast sagna ekki þetta mjálm.

Það verður sennilega alltaf dýrara að búa hér á landi en annars staðar, fjarlægðirnar og fámennið munu sjá til þess. Það hafa engir vondir stjórnmálamenn komið þessu svona fyrir. Ef fólk vill búa erlendis þá má það gera það. Ef fólk vill flytja heim þá er það gott mál, en það er dýrara. Alveg eins og húsnæði er dýrara á höfuðborgarsvæðinu heldur en úti á landi. Þannig eru aðstæðurnar bara og menn velja og hafna í þessu sem öðru. Ég er ekki að segja að það eigi ekki að reyna að lækka vöruverð hér á landi eða að efla nýsköpun í atvinnumálum en hlutirnir verða aldrei eins hér og þeir eru í Danmörku, nú eða Noregi, Svíþjóð, Bandaríkjunum eða Bretlandi.

Og ég nenni ekki að hlusta á eitthvað kjaftæði um að hér á landi sé einhæft atvinnulíf. Eðlilega er auðveldara að finna störf við hæfi í stærri samfélögum en atvinnulífið á Íslandi stendur í blóma í mörgum mismunandi atvinnugreinum. Það að einhverjum finnist of dýrt að búa á Íslandi og langi ekki að vinna hér, heldur finnist betra að búa og starfa í útlöndum eru ekki fréttir. 


mbl.is Ekkert vit í að flytja til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta er ekki svaravert..Hæstvirtur lögmaður...

Óskar Arnórsson, 7.3.2008 kl. 17:18

2 identicon

Hahaha. Ekki svaravert segir hæstvirtur ráðgjafi en svarar samt :-D

Guðmundur Karl Einarsson (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 19:22

3 Smámynd: Sigurður Jón Hreinsson

Ég ætla nú ekki að segja að það sé eðlilegt að allt sé dýrara á Íslandi en annarsstaðar (nema kanski í Japan).  En þetta er nú samt reyndin með höfuðborgarsvæðið.  En þá spyr ég, hvernig er hægt að kasta því framan í fólk á landsbyggðinni, sem er í sumum tilfellum svipt lífsafkomunni þegar ákveðnir herrar selja "sinn" kvóta úr byggðarlaginu, að það skuli þá BARA flytja til Reykjavíkur.  Hvernig á fólk að geta það ?  Fólk ætti bara að reyna það sjálf að byrja nýtt líf, nokkrar milljónir undir núllinu, í dýrustu borg Evrópu.

Sigurður Jón Hreinsson, 7.3.2008 kl. 20:28

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

Góður! Guðmundur! Var bara að meina að ég er nýkomin frá Svíþjóð eftir 20 ára líf þar, er að undirbúa flutning tilbaka. Hef því miður ekki efni á að búa í þessu velferðarríki..

Óskar Arnórsson, 8.3.2008 kl. 01:01

5 identicon

Málið er heldur kannski ekki hvort það sé ódýrara að búa í Danmörku / Svíþjóð / USA eða hvar sem er. Heldur hvort að Ísland hafi efni á að missa það fólk sem að menntar sig erlendis og ákveður að það sé ekki þess virði að flytja aftur á klakann. Íslendingar hafa nefnilega komið því þannig fyrir að það er ekkert sérstaklega hagstætt að mennta sig heima fyrir, sem að hefur reyndar gagnast landinu hingað til með því að fólk flyst erlendis til að mennta sig og kemur með nýjungar til landsins á þann mátann. Nema núna hugsar fólk sig 2svar eða 3svar um áður en það flytur heim, ef það flytur heim . Og þegar það svo er flutt heim, þá er það strax farið að hugsa um að flytja út aftur. Hvað græða Íslendingar á því eiginilega??? "All the beautiful women in the world are in Iceland, because we took all the beautiful women from England and left all the ugly ones behind". Endar þetta ekki bara með því að það verður skortur á mikið menntuðu fólki vegna flótta/höfnunar?

Sandra flandra (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.