Leita í fréttum mbl.is

Þriggja manna maki

Hvað getur maður sagt. Einn hættir og þrír skipaðir í staðinn. Ingibjörg Sólrún hefur sagt skilið við þá stefnu sem Valgerður Sverrisdóttir markaði, þ.e. að skipa ekki nýja sendiherra. Eftir skammarlega framgöngu Davíðs Oddssonar í utanríkisráðuneytinu, þar sem hver vildarvinurinn eftir annan voru skipaðir sendiherrar, þá lá fyrir og liggur enn fyrir að of margir sendiherrar eru í utanríkisþjónustunni.

Nú hefur Ingibjörg Sólrún fjölgað þeim um tvo og skipar að auki aflóga stjórnmálamann í embætti. Eitthvað segir mér að það hefði heyrst hljóð úr horni ef Valgerður Sverrisdóttir hefði gert þetta sama. Valgerður er hins vegar með bein í nefinu og tók ekki þátt í þessari vitleysu.

Eitthvað segir mér að það verði heldur ekki vandamál að skipa nýja sendiherra í stað þessara fimm til sjö sem eru víst að hætta á næsta ári. Og eitthvað segir mér að við munum sjá að kratarnir hafi engu gleymt þegar kemur að því að skipa sína menn í sendiherrastöður, rétt eins og þær stöður sem þeir hafa þegar fyllt af sínu fólki á þessu ári sem þeir hafa verið í ríkisstjórn.


mbl.is Sigríður Anna skipuð sendiherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórey Birna Jónsdóttir

jahh var stefna samflykkingarinnar ekki eitthvað á þá leið að segja eitt í dag og annað á morgunn og muna alls ekki hvað þau sögðu í fyrrdag. Mér hefur sýnst það!

Annars er ég ánægð með að þú skulir hafa hafið moggabloggun! 

Þórey Birna Jónsdóttir, 10.3.2008 kl. 22:27

2 Smámynd: Ólafur Björnsson

Sigríður Anna er frábær kona og gott að fá hana í utanríkisþjónustuna.

Ólafur Björnsson, 11.3.2008 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.