Leita í fréttum mbl.is

Hver skyldi nú vera með sambærilega menntun?

Þessi frétt var fljóta að hverfa niður listann hér á vefnum og enginn sá ástæðu til að blogga um hana. Ég tel hins vegar víst að þetta sé undanfari stórtíðinda.

BHM hefur gagnrýnt auglýsingu um embætti vegamálastjóra þar sem auglýst er eftir umsækjendum með verkfræðimenntun eða aðra sambærilega menntun. Ég skil hins vegar ekki að bandalagið gagnrýni að kröfur til umsækjenda séu ekki nógu skýrar. Það er ekki vandamálið, heldur eru kröfurnar einmitt of nákvæmar. Hvergi í lögum kemur fram að Vegamálastjóri eigi að vera verkfræðingur og þetta lyktar því allt saman af því að það sé verið að leika hinn gamla leik að sérsníða kröfurnar að fyrirfram ákveðnum kandídat. En hverjum?

Þetta er nú ekki flóknasta fléttan. Augljóslega er verið að sníða stakkinn eftir vexti núverandi forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar, en svo heppilega vill til að hann er með BS.c próf í byggingatæknifræði. Þegar Samfylkingin samdi um að fá embætti forseta Alþingis einhvern tíma á kjörtímabilinu þá hefur það augljósalega verið partur af því samkomulagi að séð yrði um að Sturla fengi það sem hann vildi, en orðrómur hafi verið um að hann ágirntist embætti Vegamálastjóra.

Það kemur ekki sérstaklega á óvart að Kristján Möller hafi verið til í leikinn. Á sínum stutta tíma í ráðuneytinu hefur hann varla gert tilraun til að fela grímulausa sérhagsmunagæslu sína og vinaráðningar. Það er hins vegar spurning hvað kjósendum Samfylkingarinnar finnst eiginlega orðið um Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur.

Konan sem átti að vera höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokksins en beið ekki boðanna að ganga í eina sæng með þeim flokki að afloknum kosningum. Konan sem í Borgarnesi talaði fjálglega um fagmennsku í mannaráðningum, og hvar eru þau fögru orð nú? Ingibjörg hefur þvert á móti augljóslega tekið þátt í ótrúlegum pólitískum hrossakaupum þar sem blákalt var verslað með ráðuneyti, sendiherrastöður og önnur embætti að ekki sé minnst á kosningaloforð og skoðanir á einstökum málum.

Það er svo alveg kapítuli út af fyrir sig hvernig réttlæta á að gera manninn sem ber ábyrgð á Grímseyjarferjuklúðrinu og spillingunni í kringum hana og Breiðafjarðarferjuna Baldur að yfirmanni þeirrar stofnunar sem hann misfór með í þessum málum. Hann hefur jú kannski reynsluna!! 

Er það þetta sem Samfylkingin stendur fyrir?


mbl.is BHM krefst þess að staða vegamálastjóra verði auglýst að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Sturla hefur ekkert að gera í embætti vegamálastjóra.  Hann er búinn að malbika allar heimreiðar á Snæfellsnesinu hvort eð er.  Ég krefst þess að fá Vestfirðing í það embætti undireins. 

Sigríður Jósefsdóttir, 2.4.2008 kl. 21:55

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er farinn að óttast um að þetta sé rétt hjá þér, er á þessari sömu skoðun en var ekki farinn að sjá hver ætti að "erfa" bitann, nei þetta má ekki geast.

Konu, má vera Vestfirðingur, í embættið.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 4.4.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.