Leita í fréttum mbl.is

Kemur aðeins á óvart

Við skulum byrja á því að fá á hreint að það koma aldrei til greina að Hannes yrði rekinn út af þessu máli. Háskólaprófessorar eru opinberir starfsmenn og þeir eru ekki reknir fyrirvaralaust fyrir brot sem þessi. Þeir eiga rétt á áminningu fyrst.

Það kemur mér hins vegar á óvart að Hannes sé einmitt ekki áminntur. Röksemdafærslan er athyglisverð. Rektor segir í raun að brotið verðskuldi áminningu en að svo langur tími sé liðinn frá brotinu að það virki Hannesi í hag. Því er látið duga að átelja vinnubrögð hans en hann er ekki formlega áminntur.

Ég þekki það sjónarmið úr refsirétti að líði langur tími þar til niðurstaða liggur fyrir í refsimáli eigi það að koma til refsilækkunar. Það byggist á því að sú krafa sé gerð til ákæruvalds og lögreglu að hraða meðferð mála og ef mjög langur tími líði þá verði að taka til greina að einstaklingur kunni að vera búinn að breyta lífi sínu til batnaðar. Þá er þetta ákveðin svipa sem dómstólar beita gagnvart ákæruvaldinu til að hraða meðferð mála, sem er ekkert nema gott mál.

Ég hef aldrei séð þessari reglu beitt á svipaðan hátt innan stjórnsýslunnar. Ég er hins vegar ekki neinn sérfræðingur í stjórnsýslurétti . Ég vil þó benda á að fyrrverandi félagsmálaráðherra, Árni Magnússon var talinn hafa brotið stjórnsýslulög með því að þrýsta á fyrrverandi jafnréttisstýru um að segja af sér, en hún var í héraðsdómi talin hafi brotið jafnréttislög. Í Hæstarétti var jafnréttisstýran sýknuð og því var ekki grundvöllur fyrir aðgerðum ráðherra.

Í þessu máli má því segja að ekki hefði verið unnt að beita Hannes neinum viðurlögum að stjórnsýslurétti, fyrr en einmitt núna þegar dómur um mál hans hefur gengið í Hæstarétti. Að áminna hann fyrir þann tíma hefði ekki verið rétt þar sem endanlegur dómur lá ekki fyrir. Hvort tíminn sem leið 4 ár sé óeðlilega langur er ekki gott að segja, stór mál taka oft langan tíma í kerfinu.

Er þá staðan sú að aldrei hefði verið unnt að áminna Hannes formlega? Dómskerfið sé bara of hægvirkt? Ég er frekar á þeirri skoðun að vegna þess að ekki var tækt að áminna hann fyrr en nú að þá séu rök rektors ekki skotheld og það hefði vel mátt áminna prófessorinn. En kannski er gott að hafa í huga, eins og rektor gerir, að það er ekki alltaf besta lausnin að beita fyllstu hörku. Það er víst einkenni góðra leiðtoga.


mbl.is Átelur vinnubrögð Hannesar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Mér sýnist hún líka vera að benda á það að Háskólinn þurfi víðtækari og mun afgerandi lagaheimildir og reglur til þess að taka á brotum starfsmanna.

Skaz, 3.4.2008 kl. 19:31

2 Smámynd: Skaz

Ég held að Kristín þessi hefði rekið hann ef hún hefði haft tækin og tólin til þess. Þetta er með því harðara sem maður hefur lesið frá Rektorum....ever!

Efast um að hvæsin frá Davíð hefðu heyrst til hennar... 

Skaz, 3.4.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband