Leita í fréttum mbl.is

Já sæll!

Ég hef bloggað áður um valdhroka Geirs Hilmars, raunar tvisvar fremur en einu sinni, og enn á ný gefur hann tilefni til þess. Þessi meinlitli og dagfarsprúði maður á meiri „Dabba“ til í sér en margan gæti grunað.

Menn geta haft mismunandi skoðanir á því hvort einhverjir einstakir ráðherrar eigi að segja af sér eða ekki. En að reyna að segja að það komi engum við nema formönnum stjórnarflokkanna hverjir sitja sem ráðherrar, það er vandræðalegur hroki.

Manninum virðist bara ekki vera við bjargandi.


mbl.is Vegið ómaklega að ráðherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, gildir það sama um Ingibjörgu "Dabba" Sólrúnu.

Flytúrbænum (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 15:54

2 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Hann er óneitanlega klaufalegur í viðbrögðum við því sem frá almenningi kemur, hann Geir. Fólk er óánægt og biður um að öxluð verði ábyrgð. Spurning hvort Geir væri ekki fyrsti ráðherrann sem ætti að víkja, ég er ekki að segja að allt sé slæmt sem hann gerir en hann er seinheppinn og ekki sá röskleikamaður sem við þyrftum núna. Plús að upplýsingaflæðið frá honum og hans liði er fátæklegt.

Einar Sigurbergur Arason, 11.11.2008 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.