Leita í fréttum mbl.is

Körfubolti

Ég hef gaman af körfubolta og þegar mínum mönnum í Hetti gengur ekki of vel (eins og núna í bili) þá skoða ég bara útlenskan körfubolta.

Ég er yfirleitt ekkert mjög hrifinn af sýndarmennsku, en þetta er rosalegasta troðsla sem ég hef séð. Þetta er bara asnalegt...

Svo er ég hrifinn af Tyler Hansborough. Hann spilar í háskólaboltanum og ákvað að klára skólann í stað þess að hætta og reyna fyrir sér í NBA. Illar tungur segja reyndar að það sé vegna þess að hann muni ekki vera jafn afgerandi leikmaður í NBA og hann er í háskóla. Hann sé of lítill til að ráða við stóru kallana þar og ekki nógu snöggur eða góð skytta til að fara að spila gegn minni mönnum.

Hvað sem því líður er þetta skemmtileg troðsla hjá honum. Aðallega vegna þess að fyrir honum er Kenny nokkur George sem er víst um 235 cm á hæð (7-7 til 7-9). Hann varð hins vegar fyrir þvi á þessu ári að fá slæma sýkingu og þurfti að taka af honum annan fótinn. Sorglegt. hefði verið gaman að sjá hvað hægt hefði verið að gera úr honum á körfuboltavellinum. Hér er smá umfjöllun um strákgreyið, áður en hann lenti í þessum hremmingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Farðu að sofa !!!

Heiðdís Ragnarsdóttir, 12.12.2008 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband