Leita í fréttum mbl.is

Fyrirsjáanleg kerfisbreyting

Ég hef ekki haft beinar spurnir af þessum fundi í Reykjavík. En mér sýnist á öllu að þarna hafi tekist á fylgjendur Páls Magnússonar annars vegar og svo fylgjendur hinna frambjóðendanna tveggja hins vegar, bæði stuðningsmenn Sigmundar og Höskuldar.

Í Framsóknarflokknum er kerfið þannig að í flestum tilfellum eru fulltrúar á flokksþing valdir á almennum félagsfundum þar sem allir félagsmenn sem mæta hafa atkvæðisrétt. Þarna skapast því oft spenna milli stuðningsmanna mismundandi frambjóðenda sem fjölmenna á fundina og allir vilja komast að sem fulltrúar á flokksþingið. Þetta er ekki æskileg staða.

Í Framsóknarflokknum er nú þegar mikið fylgi við að breyta þessu fyrirkomulagi. Tillaga sem ég og Jóhanna Hreiðarsdóttir lögðum fram (og má finna í skrá sem tengd er við síðustu bloggfærslu mína) snýst um að opna bæði kjördæmisþing og flokksþing þannig að allir flokksmenn geti mætt sem fulltrúar síns félags að því tilskyldu að félagið sé virkt og hafi haldið sinn reglubundna aðalfund. Þetta myndi útrýma þessum átökum á félagsfundum og ég býst mjög við því að þessi tillaga hljóti brautargengi á flokksþinginu. Samband ungra framsóknarmanna hefur þegar breytt lögum um sitt sambandsþing í þessa veru sem hluti af meðvituðu átaki í að auka lýðræði innan flokksins.

Þetta útilokar vitaskuld ekki smölun á þingin sjálf. Tillagan gerir ráð fyrir að framkvæmdastjórn flokksins sé heimilt að leggja á þinggjald og gera greiðslu þess að skilyrði fyrir atkvæðisrétti. Það kynni að draga úr smölun. Páll Magnússon hefur minnst á að rétt sé að taka upp árleg félagsgjöld og gera þau að skilyrði fyrir atkvæðisrétti á þingum flokksins. Það kanna að vera skynsamlegra fyrirkomulag.

Vandinn er sá að því lýðræðislegra sem fyrirkomulagið er, þeim mun opnara er það fyrir því að frambjóðendur reyni að beita fyrir sig fjöldanum. En það er í mínum huga æskilegra heldur en lokaður flokkur þar sem allt er handvalið af fáum útvöldum. Það er ávísun á dauða stjórnmálaflokks.


mbl.is Hiti á fundi framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er það að kerfi getur heft. En er ekki stóra vandamál flokksins að á síðustu árum hafa skíthælar, þjófar og glæpamenn misnotað flokkinn til að maka eigin krók. Það segir sína sögu að nú er sonur eins þessara glæpamanna skyndilega orðinn formannsframbjóðandi þeirra sem vilja uppgjör við fortíðina, og hefur það sér helst til framdráttar að hafa aldrei tekið þátt í starfi flokksins.

Mín sýn er að vandamálið sé að góðir og gegnir menn eins og þú, hafa ekki ráðist gegn þessum skíthælum sem hafa notað flokkinn til að ræna eignum þjóðarinnar. Hvar er uppgjör flokksins eða virkra flokksfélaga eins og þín við Finn, Gunnlaug, Ólaf, Árna og hvað þeir heita þessir menn sem hafa misnotað stöðu sína til að ræna og rupla. 

Þetta er nefnilega ekki einungis spurning um lýðræðisleg vinnubrögð eða nýjan og ferskan formann. Það þarf að vinda ofan af vinnubrögðum Helga S. og Ómars, það þarf að horfast í augu við hvernig fjárlög ríkisins hafa verið notuð til að kaupa vinsældir einstakra hópa. Aðeins með því að viðurkenna vinnubrögð skíthælana og iðrast þeirra er hægt að takast á við framtíðina. Það er ekki auðvelt verk og gerist ekki þó lögum félagsins sé breytt og verður alls ekki gert með því að kjósa son eins af skíthælunum sem forman.

Halldór Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 16:07

2 Smámynd: Einar Sigurbergur Arason

Góð hugmynd hjá þér, Stefán Bogi.

Einar Sigurbergur Arason, 7.1.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband