Leita í fréttum mbl.is

Er ég þá orðinn frægur?

Um daginn fékk ég tilkynningu um að ég ætti ósótta sendingu á pósthúsinu. Ég var ekkert mjög spenntur að fara að sækja hana. Reiknaði alveg eins með því að þetta væri ábyrgðarbréf með stefnu eða eitthvað álíka skemmtilegt (meira hvað maður verður tortrygginn á að starfa við lögmensku).

En það var nú öðru nær. Í pakkanum reyndust vera tvenn gullfalleg axlabönd! Sendendur voru þau Jón og Ína á Leðurverkstæðinu í Reykjavík, en þau framleiða einmitt axlabönd. Þau höfðu séð mig „missa niður um mig“ í beinni útsendingu í Útsvarinu um daginn og rann það svona til rifja.

Sem áður segir eru axlaböndin kostagripir og þrælfalleg og mun ég án vafa skrýðast öðrum hvorum þeirra þegar við tökumst á við Árborg á föstudag. Og ég hvet sem flesta til að skella sér á Leðurverkstæðið Víðimel 35 í Reykjavík og fá sér íslensk axlabönd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elinóra Inga Sigurðardóttir

Axlabönd eru "kúúl"

Elinóra Inga Sigurðardóttir, 3.3.2009 kl. 13:36

2 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

Hmmm....aldrei fæ ég neitt surprice sent í pósti

Heiðdís Ragnarsdóttir, 3.3.2009 kl. 13:43

3 identicon

Hnuss. Aldrei fæ ég neitt svona skemmtilegt í pósti og er ég þó við hliðina á þér á sjónvarpinu. Ég veit ekki nema manni eigi bara að sárna. 

En á hinn bóginn gefur ókunnugt fólk sig nú orðið á tal við mig á götu, þannig að ég er líklega pínufræg líka:)

Urður (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband