Leita í fréttum mbl.is

Ekki hlutverk dómara

Eins og stundum áður þá næ ég að vera bæði fullkomlega sammála Jóni Steinari og fullkomlega ósammála honum í sömu andrá.

Það að almenningur þekkir ekki dómara og að þeir fela sig nánast fyrir fjölmiðlum er ekki til þess fallið að skapa traust á dómstólunum. Það er hins vegar alveg fráleitt að hugsa sér það að dómarar þurfi að sitja undir yfirheyrslum og pressu um að útskýra niðurstöður sínar aftur og aftur í fjölmiðlum. Réttarkerfi okkar, eins og annarra þjóða byggir á því að niðurstaða í dómsmáli sé endanleg. Það gengur engan veginn að mál séu flutt í fjölmiðlum, ekki áður en þau eru flutt í dómi og alls ekki eftir á. Fyrir svo utan að dómarar gefa alltaf út ítarlegan rökstuðning fyrir niðurstöðum sínum. Sá rökstuðningur heitir dómur og er birtur opinberlega. Ég hvet fólk til þess að lesa dóma áður en það fer að kvarta yfir því að þeir séu óskiljanlegir. Oftast eru forsendur dómara mjög skýrar þar.

Dómarar eru auk þess ekkert einir um það að geta tjáð sig um dóma eftir að þeir falla. En hin fáranlega vanhæfa fjölmiðlastétt þessa lands gerir aldrei neitt í því að leita til fagmanna um útskýringu á dómum. Blaðamenn tjá sig undantekningalítið af yfirgripsmikilli vanþekkingu um dómsniðurstöður og með það eitt að markmiði að skapa sem mesta úlfúð, en ekki að leiða hið sanna í ljós.

En þó dómarar ættu ekki að tjá sig um dóma sína eftir á, þá mættu þeir hins vegar vera mun virkari í lögfræðilegri umræðu á Íslandi. Það er alveg skelfilegt, hjá þjóð sem hefur stundað það umfram aðrar þjóðir að setja virtustu fræðimenn á sviði lögfræði í stóla hæstaréttardómara, að þessir sömu fræðimenn hætta alveg að skrifa og tjá sig um lögfræði. Ég vil sjá að hæstaréttardómarar gefi frá sér fræðirit um lögfræði, tali á málþingum og séu virkir í fræðilegri umræðu. Raunar hugnast mér vel að veita þeim hreinlega reglulega rannsóknaleyfi til að sinna þessum þætti.


mbl.is Dómarar tjái sig opinberlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband