Leita í fréttum mbl.is

Pólitísk leti

Það væri fullt tilefni til að blogga um pólitík. En það eru bara aðrir að gera það betur en ég um þessar mundir. Kíkið á Birki, Hall, Bryndísi og Eggert ef þið viljið svoleiðis.

Ég ætla hins vegar að skella inn öðrum TOPP FIMM. (Nú mega koma klapp og fagnaðarlæti!!)

Að vísu fékk ég bara eina athugasemd, sem var rógur, óhróður og áróður frá heitkonu minni, en ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að einhverjir hafi hlustað á löginn og notið þeirra. Svo skrifið athugasemdir þarna þið leyndu aðdáendur.

Að þessu sinni er um að ræða lista yfir fimm bestu lögin til að koma blóðinu á hreyfingu. Here goes...

5. Pink - U and Ur hand 

Ég er algjör sucker fyrir svona stelpurokki. Pink er skelfilega töff.

4. No Doubt - Just a girl

Ég er algjör sucker fyrir svona stelpurokki. Gwen Stefani er skelfilega töff. Grin

3. Billy Idol - Rebel yell

Þetta er 80´s pönkrokk eins og það gerist allra allra best. Billy Idol er snillingur og mig langar alltaf til að syngja eða kýla einhvern þegar ég hlusta á þetta lag.

2. Crashdïet - Riot in everyone

Þetta er sænsk hljómsveit sem ég heyrði í þegar ég var í Svíþjóð 2005. Þá voru þeir nýbúnir að gefa út fyrstu plötuna sína og voru við það að sigra heiminn. Í janúar 2006 framdi strákgreyið sem leiddi bandið sjálfsvíg. Þeir hafa haldið eitthvað áfram en ég hef ekkert heyrt af nýrra efninu þeirra. En þessi diskur þeirra, Rest in sleaze, er frábær og þetta lag er kynngimagnað. Þið getið lesið aðeins um þá hér.

1. Foo Fighters - Pretender

Ef ég væri ekki ég þá myndi ég vilja vera Dave Grohl. Hann er frábær söngvar og frábær trommari. Hann er kynþokkafullur með skegg og sítt hár. Hann er fyndinn, ríkur og frægur. Foo Fighters eru besta rokksveit í heiminum í dag. Þetta myndband er líka alveg snarbilað flott.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Til hamingju með sigurinn í Útsvari í gærkveldi

Sigríður Jósefsdóttir, 1.11.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband