Leita í fréttum mbl.is

Mogginn er sorp

Það hafa réttilega víða orðið hörð viðbrögð við „skopmynd“ sem Morgunblaðið birti í gær. Þar ákveður teiknarinn að sýna Siv Friðleifsdóttur, alþingismann og fyrrverandi ráðherra, í gervi vændiskonu. „Tilefnið“ er að Siv hefur lýst yfir vilja til að mynda nýja ríkisstjórn með Samfylkingunni og Vinstri hreyfingunni grænu framboði.

Þessi teikning er ógeðsleg og lýsir ótrúlegu húmorsleysi og smekkleysi manns sem ritstjóri og útgefandi Morgunblaðsins sjá ástæðu til að borga fyrir að birta „skoplega“ sýn á þjóðmálin. Það sorglega er að þetta kemur ekkert á óvart. Morgunblaðið er sem aldrei fyrr orðið skálkaskjól þeirra sem vilja stunda ómálefnalegt skítkast og subbulega pólitík í búningi „fréttakýringa“ eða einhvers álíka. Þarna er ekkert annað á ferðum en ömurleg leið til að láta vaða í pólitíska andstæðinga. Heldur einhver að þessi sama mynd hefði birst ef Siv hefði mælt með stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk?

En það sorglegasta er að þegar ég sá teikninguna í gær þá varð ég ekki einu sinni æstur. Ástæðan er sú að ég er orðinn dofinn. Ég er orðinn of vanur ógeðinu og sorpinu sem Óskar Magnússon og Davíð Oddson spúa út úr prentvélum í Hádegismóum.

Þannig er staða Morgunblaðsins í dag. Þeir geta ekki einu sinni sjokkerað lengur. Þeir eru löngu komnir á botninn. Ég ætla ekki einu sinni að segja að blaðið ætti að biðjast afsökunar. Ég veit að þeir sem þar ráða ríkjum hafa ekki til að bera þá sómatilfinningu sem þarf til þess.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hver er þín skoðun á þessu upphlaupi Sivjar.Og ræddi hún þetta eitthvað á flokksþingi framsóknarmanna sem þú hefur væntanlega verið staddur á.Hefur Siv einhvern stuðning í Framsóknarflokknum við þessar hugmyndir sínar að Framsóknarflokkurinn hlaupi til og bjargi ríkisstjórninni.Og eitt er víst VG vill ekki sjá hana í rikisstjórn ef hún lætur sig dreyma um það.Og ég er ekki sammála þér með myndina. Mér finnst hún táknræn og Siv er bráðmyndarleg á myndinni eins og hún er í raunverulaikanum.Og Morgunblaðið er gott blað og stendur með landbyggðinni eins og það hefur alltaf gert.

Sigurgeir Jónsson, 17.4.2011 kl. 21:39

2 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og það er næsta víst að Framsóknarflokkurinn endar á botninum ef svo skyldi fara að Siv tekst að fá einhverja Framsóknarþingmenn til fylgis við sig og Guðmund, í að styðja ríkisstjórnina.Best væri að þau lýstu strax yfir stuðningi við stjórnina, því þá væri eins víst að hún færi strax frá, því þá væri VG örugglega búið að fá upp í kok af Samfylkingarrugluliði. 

Sigurgeir Jónsson, 17.4.2011 kl. 21:49

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Og það er ótrúlegt að nokkur Framsóknarmaður á Landsbyggðinni skuli verja þetta rugl hennar.

Sigurgeir Jónsson, 17.4.2011 kl. 21:50

4 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Sá sem er með óhreinar hugsanir sér allstaðar sorp.

Sigurgeir Jónsson, 17.4.2011 kl. 21:53

5 identicon

Gott fólk:Hugsum áður en við hendum hvort sem það eru orð eða hlutir. Ég vil að Íslendingar gangi ekki í Evrópusambandið og hef sagt Siv það.

Ég tel að Framsóknarmenn eigi hvergi að koma nálækt núverandi ríkisstjórn. Hinsvegar tel ég ekkert útilokað að Framsóknarflokkurinn gangi til samstarfs við núverandi stjórnarflokka með nýjum samningum undir forystu Sigmundar Davíðs sem yrði þá forsætisráðherra og Siv yrði umhverfisráðherra Jóhanna og Svandís gætu þá farið og hvílt sig.   

Hvað á að gera við Össur það getur verið vandamálið. Þar sem þjóðin er þverklofin í Evróbusambandsamálinu þá væri best á meðan verið er að koma atvinnulífinu í gang  að hætta við umsóknarferlið að ESB í bili að minstakosti.                      

gissur jóhannesson (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 10:37

6 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Subbuskapurinn í kringum Davíð Oddsson tekur engan endi byrjaði í Borginni og varð síðan þjóðinni að falli og enn heldur þessi maður áfram að sýna sitt rétta innræti. Sumir kunna bara ekki að skammast sín Stefán.

Ólafur Örn Jónsson, 18.4.2011 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband