Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

Nei hættið nú þessu væli

Êg var pirraður þegar ég horfði á leikinn. Fannst dómarinn (dómarínan?) dæma ójafnt og vítin smásmuguleg. Ég er líka Íslendingur og spenustigið hátt. Ég hélt sem sagt með öðru liðinu og því átti ég errfitt með að vera hlutlaus þegar kom að því að meta frammistöðu dómarans á meðan á leiknum stóð.

Ég jafnaði mig nú mjög þegar hún dæmdi líka víti á Frakkana og þegar ég var búinn að kæla mig niður þá er niðurstaðan sú að dómarinn var ekki lélegur. Það getur verið að sú lína sem hún lagði hafi hentað Frökkunum betur og hún hefði mátt taka harðar á bakhrindingum úti á velli, en dómarinn var ekki lélegur.

Þessu er fyrst og fremst beint til fjölmiðla. Ofuráhersla á dómarann kemur bara niður á vitrænni umræðu um leikinn og frammistöðu íslenska liðsins, sem var ekki alveg nógu góð. Við skulum ekki kenna dómaranum um það og ekki heldur velta okkur upp úr mistökunum heldur vonast eftir bættum leik á móti Norðmönnum (Norðkonum?) Hættið að væla!


mbl.is EM: Þær bestu eru ekki hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir

Ég ætla að leyfa mér að lýsa yfir fullum og eindregnum stuðningi við Bryndísi. Hún hefur að mínu viti staðið sig mjög vel þennan tíma sem hún hefur verið formaður.

Árið hefur ekki verið auðvelt og mörg erfið mál komið upp en ég hef verið mjög ánægður með hennar störf og hvernig hún hefur komist í gegnum þetta allt saman. Ég mun mæta á þingið og greiða henni atkvæði mitt.


mbl.is Býður sig fram til endurkjörs sem formaður SUF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.