Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2010

Ađ skapa eigin veruleika

Ármann Jakobsson er skemmtilegur og skarpur penni sem ég hef mikiđ uppáhald á. En ţađ kemur hér berlega í ljós ađ hann getur misstigiđ sig svo um munar.

Ég sá ađ félagar í Vinstri hreyfingunni grćnu frambođi deildu ţessari grein víđa og létu sér greinilega vel líka. Ég gat ekki orđa bundist og gerđi neđangreinda athugasemd:

----------------

Eruđ ţiđ ekki ađ grínast? Ţetta er eins sú veruleikafirrtasta sýn á pólitík sem ađ ég hef nokkru sinni lesiđ. Ármann er einn af mínum uppáhalds pennum, en ţetta er gjörsamlega fáránlegt.

1) Ţađ er rétt ađ fjölmiđlar voru skelfilega gagnrýnis...lausir á viđskiptalífiđ. En ađ halda ţví fram ađ fjölmiđlar gangi nú harđar fram gegn sitjandi ríkisstjórn heldur en var gert, t.d. á valdatíma ríkisstjórnar Sjálfstćđisflokks og Framsóknarflokks bendir til einkar valkvćđs minnis greinarhöfundar.

2) Ţađ ađ segja ađ ríkisstjórnin sé sterk er í besta falli vafasamt. Ţađ hefur a.m.k. sjaldan talist styrkleikamerki ađ stór hópur ţingmanna annars stjórnarflokksins komi slag í slag međ yfirlýsingar um ađ ţeir styđji ekki tiltekin mál eđa hafi veriđ neyddir til ađ styđja önnur ţvert gegn vilja sínum. Ţađ ađ enn hafi ekkert mál veriđ stöđvađ er ekkert sérstakur mćlikvarđi á styrkleika stjórnar ţví ţegar ţađ fyrsta fellur, ţá er stjórnin svo gott sem fallin. Ţađ kemur sjaldan annar séns.

3) Ég er enginn hagfrćđingur en mér finnst einhvern veginn ekkert sérstakt afrek ađ halda verđbólgu lćgri í kreppu en á ţenslutíma. Ţađ er tćplega hćgt ađ hrósa ríkisstjórninni fyrir ţađ afrek.

Af ţessu m.a. sýnist mér ađ ţađ sé enginn ađ ganga harđar fram í ađ skapa sinn eigin pólitískan veruleika. Ţiđ megiđ klappa fyrir ţessu ef ţiđ viljiđ. Ţetta verđur ekkert meiri sannleikur fyrir ţađ.


Vegna skrifa Sigrúnar Blöndal

Sigrún Blöndal bćjarfulltrúi Hérađslistans hélt á bćjarstjórnarfundi í gćr ágćta rćđu í tilefni af frestun á flutningi bókasafns Hérađsbúa inn í grunnskólann á Egilsstöđum. Ţessa rćđu sína hefur hún svo birt hér.

Í rćđunni er margt gott og viđ deilum sannarlega sýn á margt, en ţó ekki allt eins og gengur og gerist. Sérstaklega erum viđ ekki sammála um ţađ ađ ný grunnskólabygging sé hafin yfir gagnrýni, en um ţađ má rćđa síđar. Í tilefni af ţessum skrifum vil ég hins vegar halda til haga eftirfarandi punktum um flutning bókasafnsins.

1. Hugmynd um flutning bókasafnsins inn í grunnskólann kom fram á liđnu hausti. Menningar- og íţróttanefnd annars vegar og frćđslunefnd hins vegar lögđust ekki gegn flutningnum en báđar nefndir ítrekuđu ađ ţetta gćti ađeins veriđ bráđabirgđalausn. Bćjarráđ samţykkti aukafjárveitingu vegna flutnings safnsins á árinu 2010. Í raun hefur engu veriđ breytt hvađ ţetta varđar og ef niđurstađan af endurskođun málsins í heild verđur ađ flutningur safnsins sé besti kosturinn í stöđunni verđur safniđ flutt á ţessu ári og engum ákvörđunum veriđ snúiđ viđ.

2. Starfsmađur sveitarfélagsins kom ađ máli viđ undirritađan vegna flutnings safnsins en starfsmenn höfđu ákveđiđ ađ hann skyldi fara fram í lok júlí og byrjun ágúst. Erindiđ var ađ kanna hvort andstađa vćri viđ máliđ međal nýkjörinna pólitískra fulltrúa. Ég gerđi grein fyrir ţví ađ ákveđin umrćđa hefđi veriđ í mínum ranni um ađra nýtingu á aukarými í grunnskólanum, ţ.e. hvort starfsemi tónlistarskólans gćti átt heima ţar. Ađ auki voru uppi efasemdir um ađ grunnskólinn vćri besta stađsetningin fyrir bókasafniđ. Ég spurđi eftir ţví hvort ađ ţađ vćri mikiđ mál ađ fresta ţessum flutningi á međan ađ ţau mál vćru könnuđ nánar. Ţetta taldi ég eđlilegt enda erfitt ađ eiga viđ orđinn hlut og sjaldan veriđ taliđ heppilegt ađ rasa um ráđ fram. Í framhaldinu rćddi ég viđ allmarga ađila sem ađ málinu koma, starfsmenn bókasafnsins og starfsmenn annarra safna í húsinu auk skólastjóra grunnskólans og menningar- og frístundafulltrúa. Af svörum allra ţessara ađila taldi ég ljóst ađ enginn sá verulega annmarka á ţví ađ fresta ţessum flutningi á međan ađ máliđ vćri skođađ nánar. Ţađ lá einnig fyrir ađ ţađ vćri á engan hátt í andstöđu viđ afgreiđslu nefndanna eđa bćjarráđs ţar sem ađeins var talađ um flutning ótímasett eđa á árinu 2010.

3. Máliđ var tekiđ fyrir á fyrsta fundi menningar- og íţróttanefndar eftir sumarleyfi. Ţar var ţví vísađ til bćjarráđs enda snertir máliđ fleiri en eina nefnd. Bćjarráđ fól frćđslunefnd ađ kanna nýtingarmál grunnskólans og nćrliggjandi bygginga og ljúka ţví starfi fyrir októbermánuđ. Ţarna er ţessu máli komiđ í eđlilegt stjórnsýsluferli og ţar mun ađ sjálfsögđu verđa unniđ í góđu samráđi viđ alla fulltrúa í viđkomandi nefndum og ráđum. Ţessu til viđbótar stendur til ađ skođa betur ţarfir bókasafnsins í samráđi viđ nýráđinn bókasafnsfrćđing og forstöđumann safnsins sem hefur ekki áđur átt ađkomu ađ málinu.

Ég tel ađ máliđ allt sé ţví í eđlilegu ferli. Ég vil ítreka ađ ég tel ástćđulaust ađ munnhöggvast verulega um ţetta mál ţar sem ađ allir ađilar vilja ađeins ţađ besta fyrir bókasafniđ, tónlistarskólann, grunnskólann og ađrar ţćr stofnanir sem ađ málinu koma. Ég treysti ţví ađ máliđ verđi leyst farsćllega og í góđri sátt.


Ađ vakna úr dvala

Ćtli ţađ sé ekki kominn tími til ađ vakna úr dvala. Ég get nú ađ minnsta kosti reynt ađ sýna smá lit og blogga, hvort sem ţađ er um fjölskyldulífiđ eđa pólitíkina.

Ţađ er ađ minnsta kosti ekki tíđindalaust á ţessum vígstöđvum. Viđ skulum sjá hvort ekki birtist eitthvađ hérna von bráđar...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband