Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2009

Af hverju ver knattspyrnusambandiđ ekki dómara sína?

Vćlukór Alex Ferguson fer stćkkandi og nú syngur Wayne Rooney drengjasópran. Og ekki minnkar söngurinn ţó ađ varnarmađur United hafi komist upp međ hreina líkamsárás á Didier Drogba í leiknum. Kunn ţeir ekki neitt ađ skammast sín?

Af hverju er ekki tekiđ almennilega á svona ummćlum? Ef leikmađur sakar dómara um óheiđarleika í leik ţá er ţađ rautt spjald. ţađ ađ saka dómara um óheiđarleika eftir leik á ađ vera leikbann og ekkert annađ.

En ţađ gilda ađrar reglur um Manchester United, gulldrengi enska landsliđsins og skoska ellilífeyrisţega en ađra, ţađ er orđiđ morgunljóst.

Gungur sem ţetta geta veriđ. Hvernig halda menn ađ ţađ muni ganga ađ auka virđingu fyrir störfum dómara ţegar menn komast upp međ svona lagađ.

 


mbl.is Rooney fékk viđvörun
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hverjir standa sig

Í tilefni af umfjöllun um mikilvćgi siđvćđingar í stjórnmálum og ađ upplýsingar um fjármál liggi fyrir allra augum ţá hef ég ákveđiđ ađ taka saman upplýsingar um ţađ hverjir af stjórnmálaflokkunum eru ađ standa sig best hvađ ţetta varđar, sé litiđ til skila á gögnum til Ríkisendurskođunar um kostnađ frambjóđenda í prófkjörum og forvali fyrir kosningarnar í vor. Upplýsingarnar eru hér. Stađan er svona:

Sćti  Flokkur                                        Heildarfjöldi    Skil Hlutfall

1.       Framsóknarflokkur                        48                   48   100%

2.       Samfylkingin                                 51                   50    98%

3.       Sjálfstćđisflokkur                          85                   74    87%

4.       Vinstri hreyfingin grćnt frambođ      103                 84    82%

5.       Frjálslyndi flokkurinn                       6                      1     17%

Ég vil auđvitađ byrja á ađ hrósa mínu fólki og jafnframt gefa ţeim sem alltaf reyna ađ nudda okkur upp úr spillingarskít sem viđ eigum ekki skiliđ langt nef.

Nćst vil ég benda á slćlega frammistöđu íslandsmeistaranna í siđapredikun, Vinstri hreyfingarinnar grćns frambođs, í ţessum efnum. Ég hef ţá skýringu ađ félagar í ţeim floki trúa ţví virkilega ađ ţau séu bara svo góđ og heiđarleg ađ um ţau gildi einhvers konar ađrar reglur. Lög eins og ţessi sem sett voru séu fyrir annađ og verra fólk en ţau sjálf. En lögum ţarf ađ fylgja og skila ţeirri, til ţess ađ gera, einföldu yfirlýsingu sem ţeir mega fylla út sem eyddu innan viđ 300.000 krónum í sína baráttu. Allir ţeir 19 frambjóđendur flokksins sem eiga eftir ađ skila uppfylla örugglega ţađ skilyrđi, en ţeir verđa samt ađ skila yfirlýsingunni!

Eini sitjandi ţingmađurinn sem ekki hefur skilađ sínum upplýsingum er Árni Johnsen. Hann ţumbađist líka lengi viđ ađ skila upplýsingum um fjárhagslega hagsmuni sína til ţingsins. Hann er nú skráđur hagsmunalaus ţar.

Frjálslyndi flokkurinn er hćttur ađ reyna. Ţegar formađur flokksins getur ekki einu sinni skilađ frá sér yfirlýsingu til Ríkisendurskođunar um fjármál í prófkjöri ađ ţá er ástandiđ aumt.

Leiđrétt 6/11 kl. 3:26 - Í kjölfar hćđnislegrar athugasemdar vestan frá Bandaríkjunum leiđrétti ég villu í tölum VG. Skil ţeirra hćkkuđu um 2 prósentustig ţví ég hafđi oftaliđ heildarframbjóđendur um tvo.


Ódýr pólitík forsćtisráđherra

Frumvarp um persónukjör er illa ígrundađ og er langt frá ţví ađ ná ţeim markmiđum sem helstu formćlendur breytinga á kosningakerfinu leggja áherslu á.

Ţađ er andstađa viđ máliđ innan annars stjórnarflokksins. Áberandi andstađa, hugmyndafrćđingar eins og Stefán Pálsson og Silja Bára Ómarsdóttir hafa lagst gegn frumvarpinu.

Ţađ er galiđ ađ ćtla ađ breyta kosningalögunum nokkrum mánuđum fyrir kosningar. Ég myndi segja ađ tvö ár vćru eđlilegur tími svo umrćđan sé ekki í óeđlilegri kreppu.

Samt heldur forsćtisráđherra málinu til streitu. Hvađ veldur?

Getur veriđ ađ hún ćtli sér ađ henda ţessu handónýta máli fyrir ţingiđ vitandi ađ ţađ nýtur ekki stuđnings? Getur veriđ ađ hún ćtli ađ berja sér á brjóst og segja: "Sjáiđ hvađ ég er góđ, ég vil persónukjör. Sjáiđ hvađ Sjálfstćđismenn og Framsóknarmenn eru vondir valdaklíkuflokkar, ţeir vilja ekki persónukjör!"

Andstađan viđ ţetta frumvarp byggir ađ mjög litlu leiti á ţví ađ menn séu á móti auknu persónukjöri, reyndar held ég ađ hugmyndir um slíkt njóti nokkuđ víđtćks stuđnings. Ţetta frumvarp er hins vegar hrákasmíđ og allt of seint fram komiđ.

Ţađ ađ leggja frumvarpiđ fram međ allt of skömmum fyrirvara og ćtla ađ prufukeyra ţađ á sveitarstjórnum lýsir hroka og lítilsvirđingu gagnvart sveitarstjórnarstiginu í heild sinni.

Ţađ ađ krefjast ţess ađ allsherjarnefnd hrađi afgreiđslu persónulegs metnađarmáls forsćtisráđherra lýsir hroka og lítilsvirđingu gagnvart löggjafarvaldinu.

Ţađ ađ ćtla sér ađ trođa ţessu máli í atkvćđagreiđslu án ţess ađ hafa viđ ţađ stuđning og nota ţannig ţetta mikilvćga mál til ađ slá ódýrar pólitískar keilur er lýđskrum og lýsir hroka og lítilsvirđingu gagnvart borgurum ţessa lands.

Hćttu Jóhanna. Hćttu ţessu núna.


mbl.is Persónukjöriđ ađ falla á tíma
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.