Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Pólitísk leti

Það væri fullt tilefni til að blogga um pólitík. En það eru bara aðrir að gera það betur en ég um þessar mundir. Kíkið á Birki, Hall, Bryndísi og Eggert ef þið viljið svoleiðis.

Ég ætla hins vegar að skella inn öðrum TOPP FIMM. (Nú mega koma klapp og fagnaðarlæti!!)

Að vísu fékk ég bara eina athugasemd, sem var rógur, óhróður og áróður frá heitkonu minni, en ég hef áreiðanlegar heimildir fyrir því að einhverjir hafi hlustað á löginn og notið þeirra. Svo skrifið athugasemdir þarna þið leyndu aðdáendur.

Að þessu sinni er um að ræða lista yfir fimm bestu lögin til að koma blóðinu á hreyfingu. Here goes...

5. Pink - U and Ur hand 

Ég er algjör sucker fyrir svona stelpurokki. Pink er skelfilega töff.

4. No Doubt - Just a girl

Ég er algjör sucker fyrir svona stelpurokki. Gwen Stefani er skelfilega töff. Grin

3. Billy Idol - Rebel yell

Þetta er 80´s pönkrokk eins og það gerist allra allra best. Billy Idol er snillingur og mig langar alltaf til að syngja eða kýla einhvern þegar ég hlusta á þetta lag.

2. Crashdïet - Riot in everyone

Þetta er sænsk hljómsveit sem ég heyrði í þegar ég var í Svíþjóð 2005. Þá voru þeir nýbúnir að gefa út fyrstu plötuna sína og voru við það að sigra heiminn. Í janúar 2006 framdi strákgreyið sem leiddi bandið sjálfsvíg. Þeir hafa haldið eitthvað áfram en ég hef ekkert heyrt af nýrra efninu þeirra. En þessi diskur þeirra, Rest in sleaze, er frábær og þetta lag er kynngimagnað. Þið getið lesið aðeins um þá hér.

1. Foo Fighters - Pretender

Ef ég væri ekki ég þá myndi ég vilja vera Dave Grohl. Hann er frábær söngvar og frábær trommari. Hann er kynþokkafullur með skegg og sítt hár. Hann er fyndinn, ríkur og frægur. Foo Fighters eru besta rokksveit í heiminum í dag. Þetta myndband er líka alveg snarbilað flott.


Fimm bestu

Ég hef gaman af topp tíu listum af öllu tagi. Ég er hins vegar latur svo ég nenni ekki að gera topp tíu lista sjálfur en hef ákveðið að dunda mér við að útbúa topp fimm lista yfir hitt og annað svona þegar og ef ég nenni. Í leiðinni langar mig til að opinbera minn eigin nördaskap og skringilegheit.

Fyrsti listinn snýst um Disney teiknimyndir. Ég hef einhverra hluta vegna alltaf laðast að illmennunum í þessum myndum. Og það er eitthvað við lögin sem þeir syngja sem gerir það að verkum að ég get hlustað á þau aftur og aftur.

5. The little Mermaid - Poor unfortunate souls

Ursula er svakalega svakalega vond norn og lagið er frekar svalt.

4. The Lion King - Be prepared

Jeremy Irons er með rosalegustu illmennarödd sem ég hef heyrt. Lagið er magnað og sjónrænu áhrifin af hersýningunni er svakalega töff.

3. Beauty and the Beast - The Mob song

Það sem er svo skemmtilegt við þetta lag er það hvernig það sýnir hvernig „múgurinn“ hugsar. Móðursýkin eykst og eykst og allt í einu er engin sjálfstæð hugsun.

2. Lion King II - My Lullaby

Ekki frægasta Disney myndin né frægasta illmennið/kvendið. En þetta er skemmtilega brjálæðislegt lag og eiginlega allt of hroðalegt fyrir barnamynd, sem mér þykir mikill kostur. Frasar eins og, "Oh the battle may be bloody, but that kinda works for me!" og svo lokasetningin "And then our flag will fly, against a blood red sky. That´s my lullaby." Scary stuff!

1. The Hunchback of Notre Dame - Hellfire

Rosalega vanmetin mynd og þessi sena er of fullorðins til að allir krakkar fatti hana. En hún er mannleg og flott og lagið er æðislegt. Það eru mikið fleiri flott lög í myndinni en þetta er uppáhalds.


Skemmtilegt

Þetta finnst mér vera rakin snilld. Ég hefði ekki slegið hendinni á móti því að labba einn hring með Tiger, hvað þá að láta hann bera kylfurnar og segja mér aðeins til. Ég hefði náttúrulega gert mig að fífli en það er allt í lagi. Ég er ekkert óvanur því, a.m.k. ekki á golfvellinum ;o)


mbl.is Tiger kominn aftur... sem kylfusveinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynt að snúa vörn í sókn

Ég er alls enginn aðdáandi Sarah Palin. En ég er aðdáandi Tinu Fey og mér finnst SNL grínið og Palin-eftirherman hennar vægast sagt frábær.

Hvað gerir stjórnmálamaður sem endalaust er gert grín að í tilteknum sjónvarpsþætti? Hver eru bestu viðbrögðin?

Nú þú mætir auðvitað í þáttinn og tekur þátt í gríninu! Meira að segja Ólafur Eff fattaði þetta eftir upphaflegt nöldurkast sitt út í Spaugstofuna.

Palin mætti sem sagt í SNL og gerði það bara vel. Var betri þarna en ég hef séð hana í nokkru öðru tengdu þessari blessuðu kosningabaráttu

Kíkið á þetta, og reyndar upphafsatriðið líka. Það var ágætt.

 


Gerið eitthvað núna!

Það er alveg algjörlega óþolandi að hlusta á svona yfirlýsingar frá þjálfara. Dómarar eiga misjafna daga en það að saka þá um óheilindi á ekki að líðast.

KSÍ gerði ekkert í sumar og við horfðum upp á hlutina leysast upp í farsa. Nú heimta ég aðgerðir. Viggó á ekki að komast upp með svona kjaftæði.

Ég mæli með svona 6 leikja banni. Það ætti að kenna manninum að haga sér ekki eins og spilltur krakki! Gjörsamlega óþolandi.


mbl.is Viggó Sigurðsson: Annar dómarinn var á móti okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhelgun eða vanhelgun

Það getur verið mikill munur á því að afhelga eitthvað og vanhelga það. Það tók mig einhvern tíma smá stund að leiðrétta skilning vinar míns á frétt af því að biskup Íslands hefði afhelgað krikju eina úti á landi. Hann taldi þetta hið versta hneykslismál :o)

Svo má líka afhelga ýmslegt sem fólki þykir vænt um og umpóla algjörlega ímynd manna af því. Mig langar til að afhelga hér eina af uppáhalds kvikmyndum heitkonu minnar. Vonandi fyrirgefur hún mér einhvern tíma...

Uppfært 8/10 kl. 16:06

Myndbandið birtist ekki í Internet explorer. Sést hins vegar ágætlega í Firefox. 1-0 fyrir Firefox.

Hér er hlekkur á þessa ágætu afhelgun Mary Poppins.


Lítt spennandi kappræður

Þessar kappræður milli frambjóðendanna eru ekki sérleg spennandi yfirleitt. Það er orðið almennt viðurkennt að menn græði lítið á því að teljast hafa unnið þær. John Kerry var talinn hafa haft betur í öllum kappræðum gegn George W. Bush en það hjálpaði honum lítið. Það er hins vegar staðreynd að mönnum getur orðið illa á í svona kappræðum. Þannig er upphaf endalokanna hjá Michael Dukakis í kosningunum 1988 rakið til slæms svars í kappræðum. En um það má lesa nánar hér í færslu Silju Báru Ómarsdóttur. Bloggið hennar er skemmtilegt fyrir þá sem áhuga hafa á kosningunum í Bandaríkjunum, já og aðra.

Nú í kvöld mun athyglin beinast að Palin. Hún mun standa sig ágætlega, enda mun hún gæta sín að lenda ekki í beinum átökum við Biden en halda sig við að slá fram fyrirfram ákveðnum frösum. Biden mun gera eitthvað svipað enda má hann ekki ganga of hart fram gegn Palin til að virka ekki karlrembulegur. Ég spái því sem sagt að þetta verði tilþrifalítið en öruggt hjá báðum.

Ég á því ekki von á einhverju eins og þessu. Þetta er flottasta slátrun sem ég hef séð. Dukakis klúðraði kannski málunum í sínum kappræðum en Lloyd Bentsen varaforsetaefni hans tók Dan Quale í nefið með einni meitlaðri setningu. En því miður vinnast kosningar ekki á kappræðum. Ekki einu sinni þegar svona snilldarlega tekst til.


mbl.is Palin fellur í áliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband