20.4.2011 | 23:03
Ríkisstjórn á villigötum
Það er vont að fylgjast með fólki sem er á villigötum. Sérstaklega þegar maður hefur ákveðna trú á að góð meining ráði för. Einhverra hluta vegna eru samt röng leið farin og sérstaklega er vont þegar menn vilja ekki hlusta á að leiðin sé röng.
Framkvæmdaráð SSA fundaði um daginn og ræddi m.a. nýkynntar aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að bregðast við vanda Vestfirðinga. Fundargerð þessa fundar hefur ratað í fréttir eins og sjá má hér og er það vel. Maður vonast alltaf eftir því að einhver taki eftir skoðunum okkar og leggi við hlustir.
Það er rétt að ítreka það að því fer fjarri að einhverrar kergju gæti út í Vestfirðinga og nauðsyn þess að vinna að byggðamálum þar er öllum ljós. En útspil ríkisstjórnarinnar um daginn vekur samt verulegar spurningar. Þegar farið er yfir listann kemur í ljós að ríkisstjórnin heitir Vestfirðingum að bæta auknu fjármagni í starfsemi sem hefur verið skorin verulega niður hér á Austurlandi. Má þar sérstaklega nefna starfsemi sem hér eystra tilheyrir Þekkingarneti Austurlands en vestra Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Eins má nefna framhaldsskólana og fleiri þætti. Sama upplifun var af gerð menningarsamninga þar sem ríkið skar verulega niður fjárhæðir inn á Austurland en bætti í á Suðurnes.
Það er bjargföst skoðun okkar sem sitjum í framkvæmdaráði SSA að það sé vitlaust gefið í íslensku samfélagi í dag. Landsbyggðin virðist vera fyrsti viðkomustaður þegar kemur að niðurskurði í þjónustu og framkvæmdum. Þar má nefna þróun í opinberum störfum sem hefur fækkað á Austurlandi þrátt fyrir yfirlýst markmið um að það eigi að fjölga þeim á landsbyggðinni. Og okkur hefur ekki þótt nein goðgá að benda á það að landsbyggðin er ekki einhver baggi sem höfuðborgin stendur undir heldur fjölbreytt og lifandi samfélag sem skilar gríðarlegum tekjum í ríkiskassann og hagkerfið allt, tekjum sem skila sér mjög illa til baka.
Einhverra hluta vegna hafa einhverjir kosið að leggja þessar skoðanir framkvæmdaráðsins út á versta veg. Einn af þeim er Björgvin Valur Guðmundsson Stöðfirðingur, sem sakar okkur um hroka og að óttast og fyrirlíta höfuðborgina. Kjarninn í málflutningi hans virðist vera sá, sem við reyndar erum farin að heyra víðar, að við höfum nú fengið það sem við vildum með virkjun og álveri og eigum því bara að halda okkur saman og vera sátt.
Það er skemmst frá því að segja að ég er ósammála. Í fyrsta lagi finnst mér það merkilegt að lesa svona mikinn hroka úr því sem er í grunninn ekkert annað en málefnaleg gagnrýni á ráðstafanir ríkisstjórnarinnar í byggðamálum. Í öðru lagi er ég a.m.k. ekkert tiltakanlega skelfdur við höfuðborgina. Er meira að segja staddur þar núna alveg óhræddur. Það er ekki svo að með því að segja að við teljum landsbyggðina vera verðmætaskapandi, segjum við að höfuðborgin sé það ekki. Krafan er um gagnkvæma virðingu. Að höfuðborgin og ríkisvaldið virði og taki tillit til hagsmuna landsbyggðarinnar alveg eins og eðlilegt er að gera kröfu um að við virðum og tökum tillit til hagsmuna höfuðborgarinnar. Eins og með alla sambúð systkina getur stundum skollið í brýnu, en í grunninn ríkir kærleikur á milli þessara ágætu systra, höfuðborgar og landsbyggðar.
Annars læt ég fylgja með stærstan hluta úr svari mínu á bloggi Björgvins Vals, og óska svo eftir því að menn ræði hlutina málefnalega án þess að öfgar og flokkspólitísk sjónarmið ráði för.
Og þýðir það að áratuga barátta Austfirðinga fyrir uppbyggingu stóriðju skilaði árangri, að við eigum enga frekari kröfu um að fjármagni hins opinbera sé dreift með jafnari hætti um landið allt? Er það lögmál í þínum huga að landsbyggðin sé í öðru sæti á eftir höfuðborginni? Eigum við Austfirðingar bara að þegja og hætta að berjast fyrir hagsmunum okkar og auknu samfélagslegu réttlæti allri landsbyggðinni til handa?
Og það er náttúrulega hreint með ólíkindum að þeir sem börðust með kjafti og klóm gegn uppbyggingu virkjunar og álvers, séu nú að segja að þetta hafi verið svo frábær framkvæmd að ríkið geti bara nánast skrúfað fyrir fjármagn hingað austur. Þetta er náttúrulega bilun."
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson
Athugasemdir
Alvarlegasta aðförin að Landsbyggðinni er sú stefna ríkisstjórnarinnar að færa allan veiðirétt við strendur landsins til ríkisins í R. Vík og setja hann þar á uppboð fyrir ríkið sem er að 2/3 á Höfuðborgarsvæðinu.Sofandaháttur sveitarfélaga á Landsbyggðinni hefur verið alveg ótrúlegur hvað snertir þessa aðför að Landsbyggðinni og virðast þau hafa margt annað í huga en að gæta hagsmuna sinna.Þjóðlendumálin hefðu þó átt að vera víti til varnaðar.Hagsmunir sveitarfélaga á Austurlandi eru samofnir hvað þessi mál snertir og Landsbyggðarinnar allrar.Það er fyrir löngu komin tími til að stofna Samtök sveitarfélaga utan Höfuðborgarsvæðisins.
Sigurgeir Jónsson, 21.4.2011 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.