Leita í fréttum mbl.is

Taka á þessu liði í hvelli

Þegar samtökin ,,Saving Iceland" gengust fyrir mótmælum þar sem stofnbraut sjúkraflutninga var lokað fyrir ekki svo löngu síðan, þá mætti lögreglan á staðinn og leysti þær aðgerðir upp. Sumir sögðu að það hefði verið of harkaleg framganga, aðrir voru sáttir og ég var einn af þeim. Það er nefnilega óþolandi þegar menn ganga of langt í mótmælum sínum og við því á að bregðast.

Ég tel að sama skapi að lögreglan eigi að beita sér fyrir því að fjarlægja þessa vöruflutningabíla af götunum. Aðgerðir sem þessar eiga ekki að skapa almannahættu, það er ólíðandi.

Auk þess eru þetta hjákátlegar aðgerðir. Að sögn eru þeir að mótmæla háu eldsneytisverði. Jú öllum finnst okkur óþolandi að ríkið lækki ekki álögur á eldsneyti, en af þeim skilaboðum sem borist hafa frá þessum söfnuði vörubílstjóra má ráða að þeir eru að fara fram á sérmeðferð. Að þeir verði undanþegnir olíugjaldinu. Af hverju ætti það að vera?

Þá mótmæla þeir því að þeir eru með lögbundinn hvíldartíma. Ég þakka nú fyrir það að búið er að setja einhverjar reglur um það að menn sem keyra um þjóðvegina á þessum risafarartækjum verði að vera sæmilega sofnir.

Og síðan krefjast þeir þess að ríkið sjái þeim fyrir hvíldaraðstöðu. Enn og aftur spyr ég, af hverju? Ég tek nú fram að ég þekki ekki vel hvernig þessum hlutum er háttað í Evrópu, en leggja flutningabílstjórar ekki yfirleitt bara á bílastæðum og eru með svefnaðstöðu í bílnum? Hvað á ríkið að leggja fram hér?

Menn skulu ekki halda það að þetta sé hópur manna sem er að berjast fyrir lækkun eldsneytisverðs til handa almenningi. Þetta er lítill hópur sem er að berjast fyrir þröngum, og að því er virðist illa skilgreindum sérhagsmunum. Þeir eiga enga sérstaka samúð eða stuðning skilinn frá almennum borgurum sem eru þolendurnir í þessum skrípaaðgerðum.


mbl.is Bílstjórar mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan dag; Stefán Bogi !

Fullkomlega ljóst; af þínum málflutningi, að þú ert einn þeirra ''Framsóknarmanna'', hverjir enn eru meðal eftirlegu kinda ódámsins Halldórs Ásgrímssonar.

Framtak bifreiðastjóranna kemur öllum; jafnt skipaflota - almenningi, sem öðrum til góða, haldi þeir ótrauðir áfram aðgerðum sínum !

Með; fremur þurrlegum kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason  

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: B Ewing

Enn og aftur sannast hið fornkveðna.  Framsóknarmenn eru heimskari en meðal geithafur.

B Ewing, 28.3.2008 kl. 13:23

3 identicon

Hann er samkvæmur sjálfum sér og bendir á að löggan ætti að vera það líka.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 13:31

4 identicon

Það er náttúrulega ágætt ef lögreglan er komin með nýja stefnu en ég held svo sé ekki. Þeim líkaði bara verr við Saving Iceland mótmælendurnar. Það er nauðsynlegt að benda á ef samræmi vantar.

Óli Gneisti (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 14:19

5 Smámynd: Óli Þór Atlason

Sammála þessu, tilvalið að sekta bílstjóranna og byrja svo að handtaka ef þeir halda áfram að óhlýðnast.

Óli Þór Atlason, 28.3.2008 kl. 15:58

6 identicon

Ég er sammála þér Bogi í þessum efnum sem og svo mörgum öðrum.

Hvers vegna skyldi það síðan vera að menn þurfi, þegar settar eru fram rökstuddar skoðanir um eitthvert málefni, að kasta drullu og aur í allar áttir bara vegna þess að þeir eru ekki samþykkir þeirri skoðun sem sett er fram? Hvað kemur það málinu við hvort einhver sé framsóknarmaður eða ekki? 

Að mínu viti, bera sum komment hér á síðunni merki þess mannsorps og níðhöggva sem þrífast á bloggsíðum sem þessum og reyna að ata aur og drullu á allt og alla.  

arika (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 17:31

7 Smámynd: Heiðdís Ragnarsdóttir

http://www.sveinni.blog.is/blog/sveinni/entry/487973/#comments

þessi er með kurteisari lesendur en þú !!

Heiðdís Ragnarsdóttir, 30.3.2008 kl. 17:19

8 identicon

Varðandi hvíldaaðstöðuna þá eru menn að benda á að það vantar almennileg plön meðfram vegunum þar sem þeir geta lagt. Þau eru í Evrópu.

Merkilegt að bílstjórarnir skuli ekki líka mótmæla mjóum vegum og að vera sendir af stað í alls konar veðrum yfir landið þvert og endilangt. Nægir að grafa upp nokkrar fréttir þar sem vegaxlir hafa brostið undan trailerum eða vagnarnir tekið á sig vind og svipst út af. 

Ég fagna því að menn bendi á þann tvískinnung lögreglunnar sem í gangi hefur verið gagnvart mótmælendum. Íslandsvinir á Fljótsdalsheiði voru hundeltir við hvert fótmál 24/7.

Við getum líka rifjað upp að stórnotendur, þ.e.a.s Eimskip og Samskip, eru með afslátt á þungaskatti sem tikkar inn eftir vissan kílómetrafjölda. Sú breyting, sem innleidd var fyrir um áratug, kýldi hóp minni bílstjóra út af markaðinum.

Ég lít ekki á það sem hlutverk lögreglunnar að stjórna mótmælum eða hvar, hvenær eða hvernig borgarar koma skoðunum sínum, óánægju og gremju á framfæri. Auðvitað er óskandi að þetta sé það úthugsa að þetta skapi ekki óánægju. 

Stuðningurinn sem mótmælin hafa fengið meðal almennra borgara tel ég eiga í þeirra eigin gremju og löngun til að grípa til aðgerða. Þann 21. mars skrifaði Bjössi Best (ekki vörubílstjóri) á ManUtd.is spjallborðið.

„Frekar er ég til í að fara í aðgerðir eins og loka helstu götum og þess háttar.T.d að búið væri að ákveða að kl eitthvað á einhverri götu, þá séu aðilar komnir þar og stöðva bíla sína og neita að hreyfa þá í einhvern tíma.“

Ég hugsa að hann endurspegli skoðanir margra.  

Zunderman (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband