31.3.2008 | 17:01
Þarft innlegg hjá húsbóndanum
Það sést vel á þeim sem eru að blogga um þessa frétt að þeir vilja ekkert horfa á aðgerðir núverandi stjórnar en velta sér upp úr því sem þeir telja að hafi verið í tíð Framsóknar.
Í fyrsta lagi er því að svara að Framsóknarmenn sviku aldrei einhver gefin heit til handa öldruðum og öryrkjum. Við skiljum vel þann vanda sem við er að glíma að stýra þessum málaflokki og reyndum okkar besta til að bæta kjörin. Það eru hins vegar alltaf til þeir sem telja að gera megi betur og sjálfsagt var það í einhverjum tilfellum rétt.
Í öðru lagi þá getur ekkert verið að því að spyrja þá sem hæst göluðu í stjórnarandstöðunni á sínum tíma hvort þeir séu á sama máli í dag og þeir voru þá. Jóhanna hafði oft uppi stór orð í umræðu um málefni aldraðra og öryrkja. Hún er kannski aðeins að kynnast því á eigin skinni núna að það er ekki alltaf þægilegt að eiga við þennan hóp sem getur sannarlega verið erfiður viðureignar, og er ekki alltaf á þeim buxunum að láta ráðamenn njóta sannmælis þegar eitthvað er vel gert en liggja stöðugt í skotgröfunum.
Í þriðja lagi þá er ekki hægt að ætlast til þess að stjórnarandstöðuþingmaður þegi þunnu hljóði gagnvart ríkisstjórn sem er nú við völd, bara vegna þess að einu sinni var studdi hann aðra ríkisstjórn. Í þessu máli er Birkir svo langt frá því að vera ósamkvæmur sjálfum sér sem hugsast getur. Hann er aðeins að kalla eftir skýrum svörum um hvort að núverandi ríkisstjórn ætlar sér að standa við eigin loforð eða ekki! Það hlýtur að vera í verkahring stjórnarandstöðunnar.
Auk þess hefur Birkir ekki einu sinni gengið svo langt að saka heilaga Jóhönnu um að standa ekki við orð sín heldur vill aðeins að hún standi fyrir máli sínu. Þessi krampakenndu vandlætingarviðbrögð þegar þingmenn Framsóknarflokksins eru að reyna að vinna vinnuna sína finnst mér farin að vera leiðingjörn svo ekki sé meira sagt.
Birkir Jón: Vill ræða málefni aldraðra og öryrkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.