Leita í fréttum mbl.is

Sorglegur málflutningur ráðherra

Þórunn Sveinbjarnardóttir sýndi enn og aftur í dag að hún er ekkert annað en öfgafullur og þröngsýnn rétttrúnaðarsinni.

Í fyrsta lagi þá blasir það við öllum að það er mun umhverfisvænna í hnattrænum skilningi að byggja upp iðnað hérlendis með notkun vistvænna orkugjafa heldur en það er að að byggja upp þennan iðnað þar sem aðrir orkugjafar eru nýttir. Samstarf ríkja heims um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hlýtur að byggja á því að tekið sé á losuninni heildrænt og hnattrænt. Það skiptir rosalega litlu máli fyrir heiminn allan hvort við minnkum okkar losun úr litlu niður í aðeins minna. Það getur hins vegar skipt miklu máli að við nýtum okkar möguleika á því að framleiða vistvæna orku svo ekki þurfi að framleiða hana með óumhverfisvænni hætti annars staðar.

En það sem verra er þó er að umhverfisráðherra fer fremst í flokki þeirra sem vilja refsa íslenskri þjóð fyrir að vera árum og áratugum á undan öðrum þjóðum þegar kemur að þróun vistvænna orkugjafa. Hið svokallaða íslenska ákvæði í í Kyoto-bókuninni náðist fram ekki síst vegna þess að Íslendingar geta sýnt fram á glæsilega sögu í því að skipta út óumhverfisvænum orkugjöfum fyrir umhverfisvæna. Við erum löngu búin að skrúfa losun gróðurhúsalofttegunda niður langt umfram aðrar þjóðir. Við gerðum það fyrir langa löngu síðan.

Rökræðutækni ráðherrans er svo kapítuli út af fyrir sig. Í dag talaði hún um ,,alvirkjun Íslands". Það er enginn að mæla fyrir slíku. Þetta er ómerkileg tilraun til að drepa góðum og gildum málflutningi framsóknarmanna á dreif. Á stofnfundi náttúruverndarsamtaka vestur á fjörðum um daginn talaði ráðherrann um að hafna yrði ,,sovéskum stóriðjupakkalausnum". Slíkt orðfæri er ekki ráðherra sæmandi, enda á pari við uppnefningar þegar kemur að rökræðum.

Nei ráðherrann er öfgamanneskja sem hlustar ekki á rök og heilbrigða skynsemi. Og það sem verra er, hún vinnur gegn hagsmunum atvinnulífs og fólksins í landinu og skammast sín ekki einu sinni fyrir það. Ekki að furða að hún grípi til jafn ómerkilegra orðaleppa í umræðunni og hún hefur gert. Hún hefur engin raunveruleg svör og rök á bak við málflutning sinn. Bara kreddur og pólitískan rétttrúnað.


mbl.is Deilt um hvort halda eigi í „íslenska ákvæðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Það getur vel verið Stefán Bogi að það sé hagkvæmara að byggja upp iðnað hérlendis með notkun vistvænna orkugjafa, en ég tími bara ekki að fórna náttúruperlum okkar Íslendinga til þess.  Og hana nú.

Sigríður Jósefsdóttir, 10.4.2008 kl. 14:00

2 identicon

Rosalega er ég sammála þér Stefán, góður pistill
Sígríður, þér eða mér sem sækjum ekki atvinnu þar sem álver á rísa eða annar orkufrekur iðnaður, kemur okkur einfaldlega ekki við, t.d. ef álver rís á Bakka á við Húsavík, þá hef ég ekkert um það að segja, ég bý ekki þar, sæki ekki atvinnu þar o.s.f.v. þetta er spurning um að hafa atvinnu og hafa í sig og á, ekki að horfa á grös og grjót

Arnbjörn (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:10

3 Smámynd: Þórey Birna Jónsdóttir

Mér finnst alltaf svo skemmtilegt og merkilegt þegar fólk talar um að fórna náttúruperlum Íslands.

Þegar Kárahnjúkavirkjun var fyrst á teikniborðinu þá voru rökin þessi að við værum að fórna náttúruperlum landsins og þar fram eftir götunum.  

Málið er svo oft þannig að fólk hefur alls ekki séð þessar náttúruperlur sem það talar um.

Allt er þetta spurning um atvinnu og ég sé ekki að sveitarstjórnarmenn hafi það í sér að afþakka eða berjast ekki fyrir fleiri hundruð störfum.

Þórey Birna Jónsdóttir, 10.4.2008 kl. 14:38

4 identicon

Þórisvatn er uppistöðulón ekki satt?
Ekki kvarta ég eða mínir félagar þegar við förum þarna að veiða í gegnum ís, takk fyrir Lansvirkjun

Arnbjörn (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 14:46

5 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Þessi rök Stefáns að það sé betra að framleiða ál hér með vistvænni orku en annarsstaðar með "annarri" orku lýsa litlum skilningi á álheiminum.

Ef ítrustu kröfum álrisanna um ný álver og stækkanir á Íslandi er mætt og virkjuð  hver spræna til að mæta rafmagnsþörfinni, þá mun áliðnaður Íslands rétt ná að framleiða á ári hverju ál sem nemur áldósunum sem Bandaríkjamenn urða á sama tíma.

Endurvinnsla á áli tekur 5% af orkuþörf frumvinnslunnar. 

Það er gróðavonin sem rekur álrisana í frumframleiðsluna, enda er mun auðveldar að halda utan um frumframleiðsluferlið en endurvinnsluferlið.

Þá er það orkuverðið á Íslandi sem fær þá til að koma hingað en ekki vistvæna orkan.

Stóriðja borgar ekki nema 1/8 af því sem við almúginn borgum fyrir kílóvattstundina. Nú er búið að banna svona mismunun í Noregi, þar sem öll orkan er líka vistvæn, og það orðið til þess að hinir norsku eigendur Íslenska Járnblendifélagsins hafa fjölgað ofnum á Grundartanga og flutt framleiðslu frá Noregi hingað. 

Sigurður Ingi Jónsson, 10.4.2008 kl. 15:47

6 identicon

Ég átta mig ekki á andúð þinni á rétttrúuðum. Ertu ekki sjálfur rétttrúaður og sannkristinn? Þú ert ekkert verri fyrir vikið, mér finnst það að minnsta kosti ekki og vona að þér finnist það ekki heldur. En hvað um það.

Langaði samt bara til að benda þér á svör við tveimur fyrirspurnum á Alþingi:

Svar umhverfisráðherra við fyrirspurn Péturs Blöndal og svar umhverfisráðherra við fyrirspurn Magnúsar Stefánssonar. Í þessum svörum kemur vissulega fram, sem allir sjá auðvitað í hendi sér, að rafmagn framleitt með vatnsfallsvirkjunum leiðir af sér miklu minni útblástur en rafmagn framleitt með kolabruna.

En það er annað sem er þarna sem ekki allir vita. Af orðum þínum og annarra „umhverfishryðjuverkamanna“ má skilja að Íslanda sé eina landið í heiminum þar sem rafmagn til álframleiðslu komi frá vatnsfallsvirkjunum. Því er reyndar örðu nær. 57% þeirrar orku sem notuð er til að knýja álver í heiminum kemur úr vatnsfallsvirkjunum og það hlutfall fer eflaust ekki lækkandi.

Það er því spurning hvort að þú sért ekki sekur um að vera það sem þú kallar ap vera „rétttrúnaðarmaður“(eins og það sé eitthvað slæmt??). Þú virðist amk kjósa að horfa fram hjá þeirri staðreynd(eða var þér ekki kunnugt um hana?) að vatnsafl er notað á fleiri stöðum í heiminum en á Íslandi í þeim eina tilgangi að verja mishepnnaða og misráðna stóriðjustefnu Framsóknarflokksins.

Þó að álver sé ekki byggt upp á Íslandi þá er ekki þar með sagt það verði knúið með kolabruna annarsstaðar öfugt við það sem þið „umhverfishryðjuverkamenn“ haldið fram.

Íslenska ákvæðið er samskonar ákvæði og fátækar þjóðir sem enn hafa ekki iðnvæðst fengu. Íslendingar hafa það fjandi gott(þrátt fyrir allt) og þurfa því ekki á stóriðju að halda. Stóriðnaður gæti hins vegar komið fátækustu þjóðum heims til góða. Væri ekki eðlilegra að við eftirlétum fátækustu þjóðum heims allar undanþágur í þessum efnum? Væri það ekki í anda kristilegs siðgæðis?

Elías Jón Guðjónsson (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 16:19

7 Smámynd: Einar Freyr Magnússon

Alveg fer það hræðilega í taugarnar á mér þegar að fólk talar um að það megi ekki fórna náttúruperlum Íslands. Fæstir hafa komið til Kárahnjúka og hafa flestir sem hafa komið þangað hafa örugglega hugsað með sér "urð og grjót upp í mót, ekkert nema urð og grjót".

Ef að fólk vill kalla sig umhverfissinna þá getur hann farið upp í heiði og grætt upp rofabörð eins og ég geri á sumrin. Hætta að rífast yfir því að atvinna sé að skapast útá landi og með því sé verið að reyna að sporna við alvarlegri fólksfækkun á landsbyggðinni.

Mesta hræsnin finnst mér samt þegar reykvíkingar geta tuðað tímunum saman yfir Kárahjúkum, en það er greinilega langt síðan þeir hafa keyrt yfir hellisheiðina því ég hef ekki heyrt einn einasta reykvíking minnast á þá sjónmengun. Og tel ég hana mun neikvæðari því þarna keyrir fjöldi ferðamanna á sumrin og er þetta oft það fyrsta sem ber fyrir augu þeirra.

Ég held að fólk ætti að finna sér eitthvað annað umtuðunarefni.

Einar Freyr Magnússon, 11.4.2008 kl. 09:25

8 identicon

Ekki hef ég komið í regnskógana. Þýðir það að mér eigi að vera skítsama um afkomu þeirra?

Einar Steinn Valgarðsson (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband