Leita í fréttum mbl.is

Þegar greindasti maður heims talar...

...þá er ekki svo vitlaust að leggja við hlustir.

Hawking er einstakur. Hann hefur kollvarpað því hvernig menn hugsa um alheiminn og er einstakur maður.

Ég hef nú sérstakan áhuga á efninu þar sem ég skrifaði lokaritgerð mína við lagadeild HÍ um geimrétt. Það er synd að sjá hvernig metnaður manna til könnunar himingeimsins virðist hafa gufað upp á nokkrum áratugum.

Ég tek því heilshugar undir með Hawking. Bendi hins vegar á að ef af á að verða er nauðsynlegt að gera nýjan alþjóðasamning um Tunglið, eða þá ná að skapa breiðari samstöðu en hingað til hefur verið um efni hans. Í ritgerðinni segi ég m.a.:

Það er óhætt að fullyrða að Tunglsamningurinn frá 1979 sé á meðal metnaðarfyllstu tilrauna til gerðar fjölþjóðasamnings sem gerð hefur verið allt frá stofnun Sameinuðu þjóðanna. Það er hins vegar einnig óhætt að halda því fram að þessi metnaðarfulla tilraun hafi nánast algjörlega mistekist. Því þó að Tunglsamningurinn hafi verið samþykktur samhljóða á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þann 5. desember 1979 þá hafa til þessa dags aðeins 12 ríki fullgilt hann og 4 til viðbótar skrifað undir.  Hvorki Bandaríkin, Rússland, Bretland né heldur Kína hafa skrifað undir og raunar eru Frakkar eina atkvæðamikla ríkið á sviði geimrannsókna sem það hefur gert.

Eftir að samningurinn hafði verið samþykktur samhljóða í öryggisráðinu vekja þessi örlög hans á alþjóðavettvangi nokkra furðu en það liggur fyrir að við samningu hans kom í ljós nokkuð djúpstæður ágreiningur um framtíðarsýn í geimréttarmálum á milli hinna þróaðri geimvelda annars vegar og ríkja sem ekki höfðu enn hafið útrás í himingeiminn hins vegar.

Hér fyrir neðan set ég hlekk á ritgerðina mína ef einhver skyldi nú vera nógu klikkaður til að vilja glöggva sig á réttarsviðinu. Ef svo ólíklega vill til að einhver vilji nota eitthvað úr ritsmíðinni, vinsamlegast getið heimildar.


mbl.is Hawking hvetur til nýrra landvinninga í geimnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Magnað, ég hélt að ég væri útúrspeisaður, en lokaritgerð í geimrétti?! Ég tek ofan fyrir þér! ;) Hlakka til að lesa hana, takk fyrir.

Guðmundur Ásgeirsson, 22.4.2008 kl. 13:19

2 identicon

Sæll Stefán Bogi og kærar þakkir frá mér.

(Sonur minn, 6 ára, er hinsvegar ekki jafn þakklátur eins og ég. Líklega er það sprottið af baðstofulestraröð þeirri sem ég hef skipulagt fyrir hann undir heitinu: "Lagalegur grundvöllur lífs Bósa ljósárs og tunglferða Tinna". Lestraröðina byggi ég á ritgerð þinni að stórum hluta (samt bara lagalega hlutann) og þar sem sonur minn er ekki almennilega læs enn þá hengdi ég bara upp mynd af þér í herberginu hans og vona innilega að það fullnægi skilyrðum þínum um vísan til heimilda í þessu tilviki. Þess má reyndar geta að syni mínum fannst hann kannast við þig þegar ég hengdi upp myndina, fór e-ð að rugla um jakkafataklæddan póstmann sem gæfi honum ís næstum á hverjum degi og þegar konan mín heyrði þetta hló hún svo mikið að hún varð að loka sig inni á klósetti. )

Benedikt Benediktsson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.