Leita í fréttum mbl.is

Er maðurinn ekkert að grínast?

Ég hef engan áhuga á innanflokksátökum í Frjálslynda flokknum. Þeir sem þann flokk fylla eiga hvern annan skilið.

En hvað er málið með að send sé út ályktun, frá einum einstaklingi??

Ég er vanari því að ályktanir séu sameiginlegar niðurstöður hópa s.s. stjórna, miðstjórna, félaga og þess háttar. Það hljómar furðulega í mín eyru að einstaklingur sendi frá sér ályktun, það myndi vera yfirlýsing í minni orðabók.

Kannski er þetta til marks um einhvers konar klofinn persónuleika eða snert af mikilmennskubrjálæði. Svolítið eins og að tala um sjálfan sig í þriðju persónu.

En það sem ég velti helst fyrir mér er þetta. Hverjum er ekki nákvæmlega sama hvað þessi Valdimar "Whatshisface" Frjálslyndi er að álykta við eldhúsborðið heima hjá sér?


mbl.is Glymur klukkan Kristni eða Guðjóni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!  Furðulegt að mbl.is birti þetta sem frétt og kalli það ályktun þar sem einhver kall er að hugsa fyrir sig heima hjá.  Hvað er allur almennngur fer nú að ,,álykta" í einrúmi um hin ýmsustu mál og mbl.si birtir allt sem fréttir?  Ég vil strax fá birta harðorða ályktun gegn rigningunni í gær.

gatnuverid (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 14:34

2 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég er næstum því alveg viss um það að ályktunin er nafn mbl.is ekki sendanda.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 18.9.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband