Leita í fréttum mbl.is

Véfréttin frá Omaha

Hann er slyngur þessi. Ég keypti um daginn bók um kallinn sem heitir Warren Buffett aðferðin. þar er leitast við að útskýra með hvaða aðferðafræði þessi snillingur hefur skarað fram úr öllum öðrum fjárfestum.

Ef ég skil þessa aðferð rétt þá gengur hún út á að kaupa á lágu verði!

Nei það er kannski aðeins flóknara en svo. Buffet leitar uppi fyrirtæki sem hafa lækkað mikið í verði vegna tímabundinna aðstæðna. Hann greinir fyrirtækin mjög vel, skoðar grunnrekstrarmódel þeirra og ef hann finnur fyrirtæki sem honum finnst vera of lágt skráð, kannski vegna almennra erfiðleika í tilteknum geira eins og fjármálageiranum nú, þá kaupir hann. Hann hugsar lítið um skjótfenginn gróða en þeim mun meira um árangur til lengri tíma. Þá leggur hann mikið upp úr því að stjórnendur fyrirtækja sem hann fjárfestir í séu góðir, og oftar en ekki heldur hann sömu mönnum við stjórnvölinn en skiptir ekki út fyrir sína eigin menn.

Mikilvægast er þó í hans huga að þekkja þann markað sem hann fjárfestir á. Buffett fjárfesti t.a.m. aldrei í hátæknifyrirtækjum. Viðurkenndi sjálfur að hann skildi ekki rekstur slíkra fyrirtækja nógu vel. Hann hafði hins vegar kannski einnig grun um að netbólan myndi springa, sem og gerðist. Þá töpuðu þeir sem áður höfðu hlegið að Buffett fyrir að taka ekki þátt í veislunni.

Ég mæli með að glugga í bókina, þar kemur margt skemmtilegt fram og margar dæmisögur sagðar, m.a. af kaupum Buffett á stórum eignarhlutum í Coca Cola og Gillette. Í bókinni má líka finna ýmsa gullmola hafða eftir honum eins og þessa:

"It's far better to buy a wonderful company at a fair price than a fair company at a wonderful price."

Um eignarhlut sinn í tóbaksfyrirtæki sagði hann:

"I'll tell you why I like the cigarette business. It costs a penny to make. Sell it for a dollar. It's addictive. And there's fantastic brand loyalty."

Og loks um eignarhlut sinn í Gillette:

“I go to sleep in peace every night realising that every morning when I wake up, millions of men will wake up with me and shave”.


mbl.is Warren Buffett fjárfestir í Goldman Sachs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

góð bók!

Vilmar Freyr (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband