15.12.2008 | 01:00
Ég held mig við mína spá, en hækka um tvo
Í upphafi kjörtímabilsins var mikið talað um að það væru tvennar breytingar sem væru þegar ákveðnar. Björn Bjarnason myndi hætta og frændi hans, Bjarni Benediktsson kæmi í staðinn. Ég held að þetta verði niðurstaðan. Hin breytingin sem spáð var þá var að Sturla Böðvarsson myndi hætta á þingi og Jóhanna Sigurðardóttir yrði gerð að þingforseta. Þetta hef ég alltaf sagt að sé rangt. Ég spáði því þá og spái því enn að Sturla hætti, en Ingibjörg muni skáka Össuri í hvíldarembætti þingforseta.
Nú er komin upp að auki sú staða að helstu peningaköllum ríkisstjórnarinnar er varla sætt lengur. Ég spái því að Árni Mathiesen og Björgvin G. verði látnir víkja núna. En hver kemur í staðinn fyrir þessa garpa?
Eins og áður sagði spái ég því að Bjarni Benediktsson verði nýr dómsmálaráðherra. Nýr fjármálaráðherra held ég að verði Guðlaugur Þór Þórðarson en í hans stað verði Ásta Möller heilbrigðisráðherra. Landsbyggðin missir einn ráðherra og gengið verður fram hjá Arnbjörgu frænku minni þingflokksformanni. En konur fá einn ráðherrastól til viðbótar.
Í Samfylkingunni held ég að Gunnar Svavarsson fái tækifæri og verði gerður að iðnaðarráðherra. Ég hugsa að Hafnfirðingar verði ekki glaðir fyrr en það verður. Ég ætla svo að leyfa mér að spá því að gamli iðnaðarráðherrann, Jón Sigurðsson (krati) verði dubbaður upp í helminginn af sínu gamla ráðuneyti og verði gerður viðskiptaráðherra. Honum verði falið eitthvað ofurhlutverk í endurskipulagningu bankakerfisins enda litið á hann sem einhvers konar hálfguð í röðum Samfylkingarmanna.
Svona er spáin mín. Ef þetta er allt vitlaust megið þið hlæja að mér.
Uppstokkun fyrir áramót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson
Athugasemdir
Bjarni inn, Björn út - það tel ég líka.
Árni út - augljóst mál. Annað hvort Kristján Þór inn eða þá hrókering, Guðlaugur færður í fjármálin .. ef þeir vilja styrkja hans stöðu. Ólíklegt að slík hrókering yrði fyrir landsfund en ef Guðlaugur verður varaformaður þá aukast líkur.
Björgvin hlýtur pottþétt að víkja. Þýðir ekki pólitísk endalok, heldur að hann axli pólitíska ábyrgð og getur snúið aftur seinna. En ætti þá að passa sig á að sýsla ekki með peningamálin.
Jón Sigurðsson krati er trúlega sterkasti kostur sem þeir eiga í viðskiptaráðuneytið.
Ingibjörg Sólrún á á brattann að sækja og þarf að sanna sig upp á nýtt. Hins vegar er enginn óskoraður leiðtogi til að taka við af henni og leiða Samfylkinguna. Meira að segja Jóhanna, þó hún sé vinsæl, þá er ég ekki viss um að hún sé jafnvíg Ingibjörgu sem formannsefni. Ég spái því að Ingibjörg sitji áfram og reyni að styrkja sig. Vandi að spá um hvernig henni tekst það, hún hefur hæfileika en þeir eru vannýttir í seinni tíð.
Einar Sigurbergur Arason, 15.12.2008 kl. 02:09
P.S. Smárök gagnvart Sollu:
Einar Sigurbergur Arason, 15.12.2008 kl. 02:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.