Leita í fréttum mbl.is

Verk að vinna

Einhverra hluta vegna þá hafa Fréttablaðskannanirnar alltaf komið verr út fyrir Framsóknarflokkinn en annað. Það hlýtur að vera eitthvað við aðferðafræðina sem gerir þetta, því þessar kannanir hafa sjaldnast verið nákvæmar miðað við úrslit kosninga.

Hitt er svo annað að það er augljóst mál að Framsóknarflokkurinn á mikið verk fyrir höndum að sannfæra kjósendur um erindi sitt í landsmálin. Ég vil minna á þrennt.

Í fyrsta lagi þá hjó Framsóknarflokkurinn á þann hnút sem kominn var í landstjórnina með óstarfhæfri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar og gerði myndun núverandi ríkisstjórnar mögulega. Framsóknarmenn hafa síðan reynt ötullega að halda stjórninni að verki viða að bjarga heimilum í landinu.

Í öðru lagi hefur Framsóknarflokkurinn einn flokka lagt fram heildstæðar efnahagstillögur í 18 liðum. Ein tillaga hefur fengið langmesta athygli og er umdeild en hefur tryggt að umræðan um björgun heimilana er í fullum gangi og setur pressu á stjórnvöld að finna þá a.m.k. aðrar leiðir ef mönnum hugnast ekki þessi.

Í þriðja lagi hefur grasrótin í framsóknarlfokknum sýnt eindregin vilja til að gera upp við fortíðina. Helstu leikendur í einkavæðingu bankanna eru horfnir á braut og ný forysta er tekin við flokknum. Nýr formaður með brennandi vilja til að takast á við að bjarga heimilunum, nýr varaformaður og nýr ritari. Gagnger endurnýjun. Nýir oddvitar í 5 af 6 kjördæmum, þar af fjórir nýliðar í landsmálunum.

Miðað það sem að ofan greinir er ég stoltur og ánægður félagi í Framsóknarflokknum og er tilbúinn í baráttuna. Ég vona að kjósendur geti greint hismið frá kjarnanum og séð að hér er ný Framsókn í boði. Framsókn sem byggir á gömlum gildum samvinnu og samhjálpar.


mbl.is Fylgi Framsóknarflokks minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sæll Stefán,

Ég hef sagt það áður og segi það enn. Ef flokkurinn biður þjóðina ekki afsökunar á sínum þætti hrunsins ÁÐUR en einhver skýrsla segir að málunum hafi verið klúðrað fer flokkurinn ekki upp fyrir 10% fylgi í apríl. Engu máli skiptir allar tillögur heimsins skotheldustu tillögur til lausnar núvernandi kreppu frá Framsókn á meðan fortíðin liggur eins og mara á flokknum (sérstaklega er varðar einkavæðingu Búnaðarbankans). Við höldum áfram að ganga á veggi á meðan hlutirnir eru ekki gerðir upp og við þurfum að vera fyrst til að koma til þjóðarinnar okkar sem brennur í dag og játum að mistök hafi verið gerð OG biðum afsökunar á því.

Um yrði að ræða táknræna afsökunarbeiðni frá formanni sem á enga sök á því.

Ég hef nefnt þessa sjálfur við samflokksmenn mína en það er eins og það vanti aðeins upp á auðmýkt og einlægni. Á meðan þetta er ógert er ég ekkert sérstaklega sáttur að vera meðlimur í flokknum. Þetta er mín bjargfasta skoðun. Það þarf samt að standa að þessu með skynsamlegum hætti.

Guðmundur St Ragnarsson, 26.3.2009 kl. 10:43

2 Smámynd: Villi Asgeirsson

Einkavinavæðing, stóriðjuæði, Írak.

Hefur einhver beðist afsökunar á þessu? Ef ekki, á flokkurinn ekkert erindi í stjórn.

Villi Asgeirsson, 26.3.2009 kl. 11:19

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Mig langar að bæta því við að ég er algjörlega ósammála því að það felist eindreginn vilji að gera upp fortíðina að skipta um stjórn. Ég hef heyrt þessu ítrekað fleygt fram og í þessu er algjör raunveruleikaflótti sem Framsóknarmenn verða að komast út úr.

Ég hef ekki heyrt enn einasta forystumann flokksins, núverandi eða fyrrverandi biðjast afsökunar. Flokkurinn á séns ef hann sýnir auðmýkt og einlægni sem því miður bólar ekkert á.

Guðmundur St Ragnarsson, 26.3.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.