9.4.2009 | 14:05
Nótt hinna löngu hnífa
Það hlýtur að hafa komið nýkjörnum formanni Sjálfstæðisflokksins illilega í opna skjöldu að upplýsingum um tugmilljóna styrki til flokksins hafi verið lekið til fjölmiðla. Það er ekki gott að segja hvaðan sá leki kemur. Eins er líklegt að þar sé um að ræða einhvern starfsmann rannsóknaraðila eða einhvers annars sem hafi tekið eftir færslunni og blöskrað.
En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Manni sýnist að Bjarni ætlar að gera það besta úr vondri stöðu og höggva niður nokkra pólitíska andstæðinga í leiðinni. Nótt hinna löngu hnífa er runnin upp innan Sjálfstæðisflokksins og ekki er gott að segja hverjir munu liggja í valnum áður en yfir líkur.
Það er augljóst að það eru innanbúðarmenn sem lekið hafa þessum upplýsingum um aðkomu Guðlaugs Þórs að málinu. Davíðs-Engeyjar-liðið hefur aldrei þolað Guðlaug né flesta þá sem röðuðu sér í kringum Geir Hilmar Haarde. Nú á að láta kné fylgja kviði. Og til þess er notað beinasta leiðin, blaðið sem nýbúið er að kaupa og Agnes á Leiti vinkona þeirra.
Þó gamli foringinn hafi látið fallast á sverðin (bæði það 30 milljóna og seinna það 25 milljóna) mun það ekki duga til að bjarga pólitískum ferli helstu skjólstæðinga Geirs. Andri Óttarsson er búinn að vera og þetta hlýtur að vera högg fyrir Deigluklíkuna í heild, Borgar Þór, Þórlind, Erlu Ósk og allt þetta lið. Þau hafa staðið þétt upp við Guðlaug Þór og nú hefur verið reitt hátt til höggs gegn honum.
Ég spái því að von bráðar muni hins ýmsu Sjálfstæðisfélög í höfuðborginni, þ.e. þau sem Björn, Bjarni og Illugi hafa mest ítök í, fara að álykta gegn Guðlaugi. Þegar er farið að hrópa á hreinsun, en það er ljóst að nýkjörinn formaður ætlar sér að standa hvítþveginn af málinu og að auki standa yfir höfuðsvörðum allra helstu andstæðinga sinna í leiðinni. Svona á að gera það besta úr hlutunum.
Ég held að Valhöll eigi sannarlega eftir að standa undir nafni næstu daga.
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson
Athugasemdir
Gallinn við þessa samlíkingu, nafni, er sá að í hinni einu sönnu Valhöll rísa hinir föllnu upp ósárir að kvöldi...
Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 14:38
þakka fróðlegan pistil um innanbúðar-átök í Flokknum Eina! Ég var síst að skilja síbyljuna um hve VEL BjBen stæði sig í nýjustu mútufrétta-málunum. Sé nú að 'von' annars helmings flokksins er að hægt verði að klína skítnum á hinn helminginn - og losna þannig við hann.
Ekki að spyrja að göfginni, háleitu gildunum og hvað það heitir nú allt saman í ræðum og riti
Hlédís, 9.4.2009 kl. 14:54
Það eina sem vantar fyrir RÁNFUGLINN er að Björn Ingi mæti í framboð fyrir þann flokk með allt "hnífasetið sem hann er með í bakinu". Það væri ótrúlegur húmor, að á sama tíma og XD reynir að hreinsa út draslið & spillinguna, þá kemur Björn Ingi fram sem nýr erfðaprins.... Hann fær reyndar ekki minn stuðning, en því miður er reynt að þagga niður rödd "heilbrigðar skynsemi" enda fór illa fyrir flokknum & þjóðinni.
kv. Heilbrigð skynsemi
Jakob Þór Haraldsson, 9.4.2009 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.