Leita í fréttum mbl.is

"Engum ærlegum manni er sæmandi..."

Þessi ályktun er gömul. Það er augljóst enda nokkrir aðrir flokkar búnir að birta þær upplýsingar sem SUS-arar, í einhverri aumkunarverðri tilraun til þess að spinna sig upp í þessu styrkjamáli, kalla eftir.

En þið skuluð ekki hafa mín orð fyrir því hvað þetta er ömurleg ályktun. Hér getið þið lesið að þessi ályktun varð þess valdandi að einn harðasti Sjálfstæðismaður sem ég þekki sagði sig úr stjórn SUS. Guðfræðingurinn og viðskiptasiðfræðingurinn Stefán Einar Stefánsson fékk upp í kok þegar það átti að bera þennan spunagraut á borð fyrir alþjóð.

Hann sagði m.a. í yfirlýsingu:

"Í ljósi þessarar ályktunar Sambandsins, sem samin var og samþykkt að frumkvæði formanns þess, hefur undirritaður ákveðið að segja sig úr stjórn þess. Engum ærlegum manni er sæmandi að leggja nafn sitt við spuna af þessu tagi enda ljóst að ábyrgð þeirra manna sem þar eru bornir lofi og trausti lýst á, bera mesta ábyrgð á þessu spillingarmáli sem lengi mun verða í minnum haft og standa sem minnisvarði um menn sem töpuðu áttum og um leið virðingunni fyrir sjálfum sér."

Mæl þú manna heilastur nafni!


mbl.is Aðrir flokkar fylgi fordæmi Sjálfstæðisflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé það núna að Þórlindur rímar við siðblindur...

Róbert (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband