Leita í fréttum mbl.is

Eins og margir aðrir...

...er ég nú að upplifa það að missa vinnuna. Þetta er vissulega óþægilegt, sérstaklega í ljósi þess að engan fæ ég uppsagnarfrestinn. Í samningi mínum var nefnilega ákvæði um að tímabundin ráðning mín rynni út um leið og kosið yrði. Að vísu var við samningsgerðina ekki reiknað með að það yrði fyrr en 2011 en skjótt skipast veður í lofti.

Þá reiknuðu nú flestir með því þegar samningurinn var gerður að ráðning aðstoðarmanna þeirra þingmanna sem næðu endurkjöri yrði sjálfkrafa framlengd, enda hef ég ennþá aðgang að netfangi mínu hjá þinginu og hefur starf mitt ekki breyst neitt frá kjördegi að ég taldi. Ég hefði greinilega mátt lesa samninginn minn betur.

Ég er því kominn í þá stöðu að eiga ekki fyrir útgjöldum um mánaðamótin og hef engan fyrirvara til að finna mér nýja vinnu. Það er ömurlegt. Ég er reyndar heppnari en margir að því leyti til að ég hef aðra vinnu á móti en því miður þá dugir hlutastarf ekki til að borga það sem þarf að borga.

Það er reyndar rétt að taka fram að ég er ekkert bitur yfir þeirri ákvörðun að leggja aðstoðarmannakerfi landsbyggðarþingmanna niður. Það er pólitísk ákvörðun hverju sinni og nú þarf að spara og sýna aðhald. En ég vil líka minna þá á sem hvað harðast hafa gengið fram í umræðunni að þetta var jú samt vinnan mín og þær tekjur sem ég notaði til að borga af íbúðinni minni, bílnum mínum og kaupa í matinn. Ef menn vilja gera mér greiða þá mættu menn stilla gleði sinni yfir þessu í hóf. A.m.k. á opinberum vettvangi.

Leiðrétting 19:00

Ég fékk sendan póst þess efnis að ég fengi þriggja mánaða uppsagnarfrest frá mánaðamótunum eftir kjördag. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Misskilningurinn hjá mér varð vegna þess að í fréttum í dag sá ég þessa athugasemd um að samningurinn hefði runnið út við kosningar. Þegar ég las ráðningarsamninginn sá ég það svart á hvítu og hélt að þannig fengi ég engan uppsagnarfrest. En í reglum Alþingis um aðstoðarmenn kemur fram að ef kjörtímabilið styttist, eins og raunin varð nú, gildi almennar reglur um uppsögn. Svona geta meira að segja lögfræðingar misstigið sig.


mbl.is Aðstoðarmannakerfið afnumið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að sjá að þú slappst fyrir horn Stefán, er ekki í vafa um að þú verðir snöggur að finna þér eitthvað skemmtilegt.

Halli St. (IP-tala skráð) 25.5.2009 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.