29.5.2009 | 00:04
Á að þegja?
Hér fyrir ekki löngu síðan voru Framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn. Oft heyrðist þá sú gagnrýni að þingið væri hunsað og ekki á það hlustað, og það kannski með réttu.
Mér finnst hafa orðið ákveðin breyting til batnaðar, að því leyti að allir flokkar í þinginu virðast virkir og vinnustaðurinn lifandi. Þannig á líka þingið að vera.
Þess vegna blöskrar mér málflutningur þeirra sem segja að nú eigi þingið að þegja og leyfa ríkisstjórninni að vinna í friði! Sumar mannvitsbrekkurnar segja að það eigi að ganga svo langt að senda þingið heim! Hver ætlar þá að taka að sér hlutverk Kim Jong-Il og leiða þjóðina sem einvaldur?
Þingið er þarna til þess að stjórna, til þess eru þingmennirnir kosnir. Starfið þar gengur út á opinberar umræður í þingsal og umfangsmikil nefndastörf. Hvort tveggja er nauðsynlegt.
Ríkisstjórnin situr í umboði þingsins og auðvitað á þingið, stjórnarsinnar jafnt sem stjórnarandstæðingar að ræða mál og takast á um það sem menn eru ósammála um. Ef ríkisstjórnin er ekki að standa sig, sem hún er ekki að gera, þá eiga þingmenn að gagnrýna hana. Það er enginn skrípaleikur, það er lýðræði.
Það sem er í gangi í þinginu núna er ekki málþóf, þó sumir snillingarnir hér á vefnum telji það greinilega. Það er ekki hægt að taka málfrelsi af þingmönnum þó menn séu ósammála þeim. Það eru nefnilega töluverðar líkur á að allir þingmenn eigi sér mörg skoðanasystkin úti í samfélaginu. Þeirra skoðanir eiga líka að fá að heyrast.
![]() |
Áfengi og eldsneyti hækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
-
heiddis
-
maddaman
-
birkir
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
toreybirna
-
agnarbragi
-
agnesasta
-
lubbiklettaskald
-
bokakaffid
-
davidorn
-
einarbb
-
einarfreyr
-
einarsmaeli
-
hjolagarpur
-
eyglohardar
-
fannygudbjorg
-
fufalfred
-
gesturgudjonsson
-
brekkukotsannall
-
neytendatalsmadur
- gladius
-
vefmundur
-
hugs
-
gudrunthora
-
gvald
-
hallurmagg
-
hannibalskvida
-
hl
-
hreinsamviska
-
isk
-
johannast
-
jonfinnbogason
-
skjalfandi
-
kristbjorg
-
solmundur
-
meinhornid
-
oddgeire
-
olafurjonsson
-
ruber
-
rosaadalsteinsdottir
-
trumal
-
salvor
-
suf
-
sjos
-
sigurdurarna
-
nr123minskodun
-
kaupfelag
-
stefanjonsson
-
vefritid
-
thjodarblomid
-
tharason
-
thorolfursfinnsson
Af mbl.is
Erlent
- Munu ákveða sína eigin framtíð
- Vonir hafa dvínað um að finna fleiri á lífi
- Selenskí kallar eftir auknum þrýstingi á Rússland
- Fundust á lífi í rústunum eftir 60 klukkustundir
- Léku golf og ræddu viðskipti með ísbrjóta
- Ítrekar áhuga sinn á þriðja kjörtímabilinu
- Hann er blaðamaður, ekkert annað
- Skjálfti af stærðinni 7 við Tonga
Athugasemdir
Hvernig vilt þú ná í aukatekjur ef það má ekki hækka neina skatta?
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 00:23
Hvernig væri að lækka útgjöld ríkisins fyrst?
Lækkum laun alþingismanna niður í verkamannalaun. Tökum burtu útgjalda reikningana þeirra sem VIÐ erum að borga. Því að á meðan þessir háu herrar og frúr eru á þeim launum sem eru þarna finna þau ekki fyrir svona hækkunum, sama hvernig á það er litið.
Svo mætti selja eitthvað af þessum sendiráðs höllum sem einhverra hluta vegna þótti vera hið eina rétta í stað þess að leigja einhver herbergi í sendiráðum nágrannaþjóða klakans.
Niðurskurður ríkismegin ætti að vera forgangs atriði, ekki að leggja heimili og fyrirtæki í rúst með nokkrum pennastrikum.
Arni (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:19
Hugsa að D listi og B listi saman hefðu ekki getað komist hjá þessari skattahækkun. En súrt að vinstri græn og Samfylking þurfi að taka til, vera vondi kallinn. Og þeim verður refsað í næstu kosningum og hinir taka þá við og halda áfram spillingunni. Eins og þeir hafa gert um aldir og æfi verkamannsins.
skattgreiðandi (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:32
@Bragi - ríkið klúðrar öllu sem það snertir (söguleg staðreynd).
Tökum dæmi um skóbúð Jón Jóns sem er að reyna að hækka tekjurnar. Jón hefur tvo valkosti: Sá fyrri er að auka veltuna, hinn er að hækka verð.
Ef hann hækkar verð hækkar framlegðin á hverju skópari, en það er hætta á að viðskiptavinir hans leiti annað eða kaupi sér sjaldnar skó.
Ef hann eykur veltuna heldur hann sömu framlegð, en peningarnir koma oftar inn, m.ö.o. meiri tekjur.
Það er ekki í boði fyrir Jón að hækka vöruverð upp úr öllu valdi og hugsa svo: "Jæja, miðað við sölutölurnar í fyrra mun ég græða miklu fleiri milljónir í ár". Nei! það virkar ekki þannig því viðskiptavinum hans blöskrar svo okrið í kallinum að þeir fara frekar til útlanda til að kaupa sér nýja skó - Þetta er það sem ríkið virðist ætla að gera.
Hvernig getur Jón aukið veltuna? Td. með því að gera tilboð, markaðsetja oþh.
Velta er að sjálfsögðu ekki það sama og gróði. Ef Jón vill auka framlegðina á hverju skópari án þess að hækka verð þarf hann að besta rekstur fyrirtækissins (optimize). Ef hann rekur fyrirtækið með skilvirkum hætti getur hann lágmarkað útgjöld og hámarkað afköst.
Simple as pi.
Hannes Baldursson (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 01:46
Eina markmið AGS er að eignast auðlyndir Íslands. Ef þið haldið að Ameríski herin hafi farið frá svo snögglega frá Íslandi árið 2006 til að spara pening, þá skjátlast ykkur.
Eina ástæðan var svo AGS gæti ruðst inná okkur, og heimtað einkavæðingu á okkar orkugeira. Og þar með munu þeir eignast allvöru örku sem mun duga þeim aldir áfram, eða mun lengu en olían í Írak.
Við þurfum bara að fatta hvað er raunverulega að ské fyrir okkur áður en um seinan er..
Sveinn Þór Hrafnsson, 29.5.2009 kl. 05:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.