Leita í fréttum mbl.is

Þroski Íslendinga

Margir hafa býsnast yfir útþenslu utanríkisþjónustunnar á síðustu árum. Ég er ekki einn af þeim. Auðvitað má hagræða þar og ekki má viðgangast bruðl, en það er að mínu mati mikilvægt að Ísland státi af öflugri utanríkisþjónustu og eigi víða sendiráð og sendiskrifstofur.

Það er hluti af því að vera þjóð á meðal þjóða. Ekki að vera stöðugt þiggjandi heldur gerandi á alþjóðavettvangi. Þetta er hluti af því að fullorðnast sem þjóð.

Hér bloggar Silja Bára um þá tilhneigingu Íslendinga á liðnum árum til þess að ætlast til sérmeðferða í krafti smæðar okkar. Við fórum fram á alþjóðavettvangi eins og ofdekraðir krakkar. Nú þegar við erum vaxin úr grasi þurfum við að haga okkur eins og fullorðið fólk og axla ábyrgð í alþjóðasamfélaginu. Þannig öðlumst við virðingu og á endanum aukna vigt á alþjóðavettvangi.

Við þurfum að horfast í augu við ábyrgð okkar í alþjóðlegu samhengi og haga okkur í samræmi við hana. Framlög okkar til þróunarmála, fullgilding alþjóðlegra sáttmála og þátttaka í ráðstefnum og í starfi samtaka þar sem alþjóðlegar réttarreglur eru mótaðar eru hluti af þessu. Icesave-samningarnir er það líka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.