6.2.2010 | 13:34
Stefán Boga í fyrsta sætið
Ég gef kost á mér til að skipa fyrsta sætið í prófkjöri Framsóknarflokksins á Fljótsdalshéraði sem fram fer 6. mars. Þetta tilkynnti ég á laugardagsfundi FHB núna áðan og fékk að eigin mati góðar undirtektir. Framboðsfrestur í prófkjörið rennur út á miðnætti á morgun en nokkrir hafa þegar lýst yfir framboði og mér lýst vel á hópinn.
Ég ákvað að bjóða mig fram vegna þess að ég held að ég geti orðið góður leiðtogi í öflugum hópi framsóknarmanna hér á svæðinu. Við þurfum á breytingu að halda í sveitarfélaginu. Það er komin veruleg valdþreyta hjá meirihlutanum og því miður hefur það orðið of áberandi að embættismenn sveitarfélagsins ráði í raun öllu innan þess. Það vinnur margt gott fólk hjá sveitarfélaginu en lýðræðið gerir ráð fyrir því að það séu hinir kjörnu fulltrúar sem ráða ferðinni. Þeir eiga að bera ábyrgðina gagnvart sínum umbjóðendum, en ekki embættismennirnir. Embættismennirnir eiga að framfylgja stefnunni en ekki móta hana. Til þess þarf öflugt og kjarkað lið og framsóknarmenn eru ekki hræddir við að taka af skarið í þeim efnum.
Þó að sveitarfélagið glími við erfitt rekstrarumhverfi í dag og að meirihluti Sjálfstæðismanna og Héraðslistans skili ekki of góðu búi, þá eru til staðar tækifæri sem á að nýta. Ég vil sjá sókn í atvinnumálum. Við þurfum að búa fyrirtækjum hér þau skilyrði að það verði eftirsóknarvert að vera staðsett hér í sveitarfélaginu. Það er gömul saga og ný að sitjandi kráka sveltur en fljúgandi fær og við megum ekki láta bölmóðinn sem ríkir drepa okkur í dróma um of. Tækifærin eru til staðar og við framsóknarmenn ætlum okkur að nýta þau með bjartsýni að leiðarljósi. Við eigum mikla möguleika t.d. í ferðaþjónustu og menningarlífinu og hvoru tveggja hef ég áhuga á að nýta.
Ég mun vera virkur í baráttunni fram að prófkjöri og eftir það og hvet alla sem áhuga hafa á að starfa með mér, spyrja mig spurninga eða þjarma að mér, til að hafa samband. Síminn er 694-5211 og netfangið stefanbogi@simnet.is.
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson
Athugasemdir
Thu hefur gert mig ad Framsoknarmanni (a.m.k. a Fljotsdalsheradi)
Eg hef opnad kosningaskrifstofu i Louisiana fyrir thig og thad verdur kosningavaka thegar thar ad kemur.
Fridrik Jensen (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 15:21
Sæll og blessaður
Stefán Bogi skrifar"Það er komin veruleg valdþreyta hjá meirihlutanum og því miður hefur það orðið of áberandi að embættismenn sveitarfélagsins ráði í raun öllu innan þess" Er þetta ekki víða svona. Það þarf að skipta út svo fólk vegna þessa og einnig svo að framþróun staðni ekki. Nýtt fólk-nýjar hugmyndir.
Hlakka til að sjá þig í sjónvarpinu í spurningarkeppninni.
Gangi þér vel í baráttunni.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.2.2010 kl. 17:58
Flott hjá þér, það þarf nýtt fólk. En í guðanna bænum farðu nú ekki að skrifa og tala strax eins og eldgamall pólitíkus saman ber hér að ofan, talaðu kjarnyrta íslensku og ekki fara eins og köttur í kringum heitan graut til að reyna hafa alla góða. Við höfum nóg af slíku liði og þurfum ekki fleiri.
Nú er þörf á MIKLUM kjarki og slíkt er svo sem ekki fallið til vinsælda en það er það sem nú þarf í pólitíkina, menn sem þora að segja og framkvæma það eftir því.
Vona að þér gangi vel og að þú fáir gott fólk með þér. Kv SG
(IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 23:19
En ertu ekki alltof feitur?
Freyr (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 01:29
Glæsilegt hjá þér, sýnist þú vera í ansi góðri stöðu til að vinna oddvitasætið .
Break a leg!
Sigurjón Þórsson, 7.2.2010 kl. 08:42
mikið líst mér vel á þetta. Gangi þér vel
katrín ásgrímsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 20:09
Gangi þér vel!
Jón Halldór Guðmundsson, 8.2.2010 kl. 10:01
Lýst vel á þetta, gangi þér vel!
Hafþór Þórarinsson, 8.2.2010 kl. 13:46
Og ég meina að sjálfsögðu, "líst vel á" en ekki "lýst vel á".....
Hafþór Þórarinsson, 8.2.2010 kl. 13:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.