Leita í fréttum mbl.is

Senn líður nú að kosningum... - Bæjarmálablaður I

Eitthvað hefur heyrst að menn sakni kosningabaráttu á Fljótsdalshéraði. Að sumu leyti má það til sanns vegar færa að framboðin hafi verið nokkuð róleg í tíðinni fram til þessa. Hins vegar veit ég að mikið starf hefur verið unnið og við því má búast að baráttan héðan af verði snörp og hörð.

Ekki ætlum við Framsóknarmenn að skorast undan því og í tilefni kosninganna ætla ég mér að skrifa nær daglegar hugleiðingar um bæjarmál fram til kosninga. Ég vona að þið njótið vel. Ég vil ítreka að athugasemdakerfi við færslurnar er opið með tveimur fyrirvörum. Í fyrsta lagi ætlast ég til að menn séu sæmilega vandir að virðingu sinni óháð því hvort menn skrifa undir nafni eður ei. Í annan stað hef ég mótað mér þá stefnu að skrifa ekki sjálfur athugasemdir við eigin færslur. Ef athugasemdir kalla á viðbrögð er því ekki við því að búast að ég svari strax heldur þá í annarri bloggfærslu síðar.

En hér að neðan er fyrsti pistillinn.

-----------------------

Það má búast við því að fjármál skipi stóran sess í kosningabaráttunni í ár. Það er skiljanlegt. Skuldir sveitarfélagsins hafa aukist mjög mikið á undanförnum árum og nú er svo komið að áætlanir gera ráð fyrir því að 250 milljónir vanti upp á að sveitarfélagið geti að óbreyttu greitt af lánum sínum. Augljóslega þarf að spara.

Við Framóknarmenn leggjum upp með forgangsröðun í sparnaði. Það verður að leita allra leiða áður en til niðurskurðar kemur í grunnþjónustu. Eðlilegt er að spurt sé hvar á að skera niður. Hér vil ég tilgreina tvö dæmi.

Einhverra hluta vegna hefur sveitarfélagið ekki séð ástæðu til að bjóða út suma þá þjónustu sem keypt er að staðaldri, t.d. endurskoðunarþjónustu. Með reglubundnum útboðum ætti að vera hægt að spara fé sem fer í vinnu sem þessa. Akureyrarbær hefur nýlega boðið út endurskoðun sveitarfélagsins og hefur það að sögn skilað verulegum ávinningi. Það verður eitt af fyrstu verkum framsóknarmanna að afloknum kosningum að leggja til að fari verði í sambærilegt útboð hér.

Tölvukerfi sveitarfélagsins og stofnana þess eru eðlilega nokkuð umfangsmikil. Þar er notast að mestu við hugbúnað sem greiða þarf afnotagjöld af, eins og t.d. Microsoft Windows stýrikerfið. Í nánast öllum tilfellum er hægt að skipta þessum leyfisskilda hugbúnaði út fyrir ókeypis hugbúnað. Þarna er hugsanlega hægt að spara töluverðar fjárhæðir árlega og sömuleiðis í endurskoðun á fyrirkomulagi aðkeyptrar þjónustu við tölvukerfin.

Hlultir eins og þessir munu ekki einir og sér leysa allan fjárhagsvanda sveitarfélagsins en margt smátt gerir eitt stórt og við í framsókn viljum leita allra sparnaðarleiða sem mögulegar eru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst vel á þessa byrjun.

(IP-tala skráð) 10.5.2010 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband