Leita í fréttum mbl.is

Bæjarmálablaður IV

Það skiptir miklu máli að þeir sem bjóða sig fram til setu í bæjarstjórn horfi fram á veginn og líti björtum augum til framtíðar. Þrátt fyrir tímabundna erfiðleika sveitarfélagsins búum við í góðu og eftirsóknarverðu samfélagi og við þurfum að ýta undir þessa jákvæðu þætti.

Menningarstarf í sveitarfélaginu stendur í miklum blóma og er það ekki síst í starfi frjálsra félagasamtaka sem þetta starf er unnið. Það er mikilvægt að sveitarfélagið rétti þessum samtökum hjálparhönd eftir megni og styðji við starf þeirra, t.a.m. með því að útvega aðstöðu.

Félagsheimilin sem sveitarfélagið á ætti einnig að reyna að nýta sem mest fyrir menningarstarf. Þar getur Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs komið að málum en sú stofnun hefur unnið mikið og gott starf að undanförnu. Á því á að byggja og leitast við að virkja stofnunina meira í menningarstarfi víða í sveitarfélaginu. Menning er allt það sem maðurinn gerir og á sannarlega ekki að vera bundin við eitt tiltekið hús eða yfir höfuð einöngruð innan við veggi og loft.

Þær hátíðir sem haldnar eru í sveitarfélaginu eru mikil auðlind. Þar má nefna Ormsteiti, Jasshátíðina, Sumarhátíð UÍA og fleiri og fleiri. Þetta eru dæmi um hátíðir sem samfélagið skapar og margir leggja á sig mikla sjálfboðavinnu til að af þeim megi verða. Sveitarfélagið verður að styðja við lofsverð framtök af þessu tagi enda ávinningurinn mikill í samfélagslegum verðamætum í það minnsta. Ef sveitarfélagið er meðvitað um mikilvægi þessara hátíða og starfsins sem unnið er þá má búast við enn meiri grósku í þessu starfi okkur öllum til hagsbóta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband