7.3.2008 | 23:30
Æi nei
Miðað við það sem ég hef kynnt mér, þá held ég að þau tvö yrðu hreint ekki gott framboðspar. Clinton gerir út á það að vera reynsluboltinn, kann öll trixin og er engin jómfrú þegar kemur að pólitískum leðjuslag. Obama vill hefja sig upp fyrir hið hefðbundna pólitíska argaþras og koma inn með ferska vinda. Að mínu mati myndi það eyðileggja ímynd hans að vinna með Clinton-klíkunni. Ég held að Bandaríkin þurfi á forseta að halda sem reynir að sameina þjóðina og heitir hvorki Clinton né Bush.
Auk þess held ég að það sé engin alvara í þessu hjá Hillary. Hún er að reyna að sannfæra óákveðna sem hrífast þó af Obama um að þeir geti fengið bæði með því að kjósa hana og hún muni bjóða Obama varaforsetann. Ég held hins vegar að hún hafi engan áhuga á að hafa varaforsetaefni sem gæti skyggt á hana. Evan Bayh verður varaforsetaefni Clinton ef hún vinnur, ég er nokkuð sannfærður um það. Mér líst hins vegar betur á að Obama vinni þetta og taki hershöfðingjann Wesley Clark með sér. Það yrði sterkt par.
Útilokar ekki framboð með Obama | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson
Athugasemdir
Ég er sammála þér að það verður ekki Obama ef Clinton vinnur sem verður varaforsetaefnið en aftur er ég ekki samála þér að það verði Evan Bayh en hann er eins og Clinton frá norðurríkjunum (hann er frá Indiana) og ef hún ætlar að vinna verður hun held ég að fá varaforsetaefnið frá suðurríkjunum en það hefur ekki demokrati frá norðurrikjunum unnið forsetastólinn síðan Kennedy
Loki (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 00:02
Obama velur líklega hvítan suðurríkjamann þegar (vonandi) hann vinnur. Edwards kæmi til greina, Kristinn gæti líka haft rétt fyrir sér. Virginía er eitt af fylkjunum sem Demokratar geta unnið í haust, auk Georgíu og auðvitað Flórída. Þeir mega tapa Flórída ef þeir vinna Virginíu og Georgíu. Norður Karólína er líka inni í myndinni.
Guðmundur Auðunsson, 10.3.2008 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.