9.3.2008 | 13:51
Ekki hlutverk dómara
Eins og stundum áður þá næ ég að vera bæði fullkomlega sammála Jóni Steinari og fullkomlega ósammála honum í sömu andrá.
Það að almenningur þekkir ekki dómara og að þeir fela sig nánast fyrir fjölmiðlum er ekki til þess fallið að skapa traust á dómstólunum. Það er hins vegar alveg fráleitt að hugsa sér það að dómarar þurfi að sitja undir yfirheyrslum og pressu um að útskýra niðurstöður sínar aftur og aftur í fjölmiðlum. Réttarkerfi okkar, eins og annarra þjóða byggir á því að niðurstaða í dómsmáli sé endanleg. Það gengur engan veginn að mál séu flutt í fjölmiðlum, ekki áður en þau eru flutt í dómi og alls ekki eftir á. Fyrir svo utan að dómarar gefa alltaf út ítarlegan rökstuðning fyrir niðurstöðum sínum. Sá rökstuðningur heitir dómur og er birtur opinberlega. Ég hvet fólk til þess að lesa dóma áður en það fer að kvarta yfir því að þeir séu óskiljanlegir. Oftast eru forsendur dómara mjög skýrar þar.
Dómarar eru auk þess ekkert einir um það að geta tjáð sig um dóma eftir að þeir falla. En hin fáranlega vanhæfa fjölmiðlastétt þessa lands gerir aldrei neitt í því að leita til fagmanna um útskýringu á dómum. Blaðamenn tjá sig undantekningalítið af yfirgripsmikilli vanþekkingu um dómsniðurstöður og með það eitt að markmiði að skapa sem mesta úlfúð, en ekki að leiða hið sanna í ljós.
En þó dómarar ættu ekki að tjá sig um dóma sína eftir á, þá mættu þeir hins vegar vera mun virkari í lögfræðilegri umræðu á Íslandi. Það er alveg skelfilegt, hjá þjóð sem hefur stundað það umfram aðrar þjóðir að setja virtustu fræðimenn á sviði lögfræði í stóla hæstaréttardómara, að þessir sömu fræðimenn hætta alveg að skrifa og tjá sig um lögfræði. Ég vil sjá að hæstaréttardómarar gefi frá sér fræðirit um lögfræði, tali á málþingum og séu virkir í fræðilegri umræðu. Raunar hugnast mér vel að veita þeim hreinlega reglulega rannsóknaleyfi til að sinna þessum þætti.
Dómarar tjái sig opinberlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson
Af mbl.is
Erlent
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
- Mun borða nærri 900 milljóna króna banana
- Skutu langdrægri eldflaug í átt að Úkraínu
- Flækingshundar auka áhuga á pýramídum
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.