11.3.2008 | 14:32
Og hvar verður hann staðsettur?
Eitthvað segir mér að það muni verða í Reykjavík. Umræða Samfylkingarinnar um störf án staðsetningar og fjölgun opinberra starfa úti á landi með þeim hætti var ekkert annað en ómerkilegur fagurgali. Þvert á móti er nú verið að taka starf sem ætti vel heima annað hvort á Höfn í Hornafirði eða á Egilsstöðum og staðsetja það í Reykjavík, undir formerkjum starfs án staðsetningar!
Umhverfisráðherra er þegar búinn að flytja eitt starf hjá Veiðistjóraembættinu frá Akureyri til Reykjavíkur, og nú bætist þetta við. Það, auk grímulauss áróðurs ráðherrans gegn olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum, gerir það að verkum að ekki er hægt að ímynda sér annað en að ráðherranum sé ekki bara sama um landsbyggðina eins og meginþorra Samfylkingarmanna, heldur sé hún beinlínis fjandsamleg landsbyggðinni.
![]() |
Ráðinn framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
-
heiddis
-
maddaman
-
birkir
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
toreybirna
-
agnarbragi
-
agnesasta
-
lubbiklettaskald
-
bokakaffid
-
davidorn
-
einarbb
-
einarfreyr
-
einarsmaeli
-
hjolagarpur
-
eyglohardar
-
fannygudbjorg
-
fufalfred
-
gesturgudjonsson
-
brekkukotsannall
-
neytendatalsmadur
- gladius
-
vefmundur
-
hugs
-
gudrunthora
-
gvald
-
hallurmagg
-
hannibalskvida
-
hl
-
hreinsamviska
-
isk
-
johannast
-
jonfinnbogason
-
skjalfandi
-
kristbjorg
-
solmundur
-
meinhornid
-
oddgeire
-
olafurjonsson
-
ruber
-
rosaadalsteinsdottir
-
trumal
-
salvor
-
suf
-
sjos
-
sigurdurarna
-
nr123minskodun
-
kaupfelag
-
stefanjonsson
-
vefritid
-
thjodarblomid
-
tharason
-
thorolfursfinnsson
Athugasemdir
Þessi starfsmaður á að sjálfsögðu að vera staðsettur fyrir austan,annað hvort á Höfn. Egilsstöðum eða bara í Skaftafelli.Þetta starf verður örugglega dýrt að reka frá Reykjavík og það getur varla verið að mönnum detti það í hug,á tímum þegar menn eru meðvitaðir um gildi starfanna á landsbyggðinni.
Kveðja
Hannes Friðriksson Reykjanesbæ
Hannes Friðriksson , 11.3.2008 kl. 15:04
Sé ekki að það sé Ríkisins eða annarra, að flytja menn eins og niðursetninga á milli landshluta.
Fólk á að ráða eftir hæfileikum og getu, en ekki eftir búsetu eða öðrum annarlegum sjónarmiðum.
Það er svo starfsmannsins að mæta í vinnu á starfsstöð ef þess er krafist, það má líka vinna fjölmörg störf að miklu leiti með hjálp tölvu og símatækni, þannig að búseta er ekki aðalatriðið.
Þetta á að sjálfsögðu við um fjölmörg önnur störf, sem hið opinbera getur auglýst óháð búsetu, og opnað fyrir umsóknir um störf sem hingað til hafa verið bundin skrifstofum í Reykjavík.
Það er því vert að hafa í huga, að hurðin opnast í báðar áttir.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.3.2008 kl. 15:06
Það er ekki annað hægt en að halda að sumir ráðamenn geri sér alls ekki grein fyrir stöðuni víða á landsbyggðini.
Hannes Halldórsson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:07
Samfylkingin er fjandsamleg landsbyggðinni. Samfylkingunni er skítsama um landsbyggðina enda fær hún megin þorra atkvæða sinna af Höfuðborgarsvæðinu.
Það lá í augum uppi að þetta starf yrði á Höfuðborgarsvæðinu. Hvar annars staðar. Þessi vitleysa að gera alla landsbyggðina að einum alsherjar þjóðgarði og útivistarsvæði og hafa öll störf við þessa þjóðgarða á Höfuðborgarsvæðinu, er stefna þessarar ríkisstjórnar. Þannig er hægt að taka landsbyggðina í gíslingu og koma í veg fyir að aldrei verði þar atvinnuskapandi stórframkvæmdir.
Gunnar Afdal (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:08
Er hann Samfylkingarmaður. Samfylkingin sér nefnilega um sína, enda er hún orðin stærsta vinnumiðlun landsins.
Kolbeinn Höskuldsson (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 15:11
já Stefán, það er auðvitað rökrétt að hafa þetta í Rvk. eða samfylkingin gæti allavega fundið rök fyrir því. Störf án staðsetningar: búið að leggja FMR niður á Egs. og í Borgarnesi. Bara allt að gerast á landsbyggðinni
Þórey Birna Jónsdóttir, 11.3.2008 kl. 15:28
þorsteinn Valur ég er alveg sammála þér að það er ekki hlutverk ríkisins að flytja menn nauðungarflutningum landshluta á milli,en tel að þar sem Vatnajökulsþjóðgarður sé fyrir austa, þá sé ekki nein rök sem mæli með því að framkvæmdarstjórn hans sé fyrir sunnan. það tel ég vera svipað skynsamlegt og skipstjóri skips hafi aðsetur í landi á meðan skipið er á veiðum. Það skiptir nefnilega máli að viðkomandi framkvæmadarstjóri hafi tilfinningu fyrir því sem er að gerast á svæðinu og góð tengsl við alla aðila sem að máli koma. það getur vel verið að hægt sé að sinna þessu starfi í gegnum tölvu frá Reykjavík en flestir starfsmenn þjóðgarðsins verða eðli starfsins samkvæmt staðsettir fyrir austan. Hversvegna þá ekki framkvæmdarstjórinn líka?
Hannes Friðriksson , 11.3.2008 kl. 15:32
Nú er mér ekki alveg ljóst á skrifum Stefáns Boga hvort hann sé að spyrja um hvar maðurinn muni eiga heima eða hvar vinnustaður hans verði. Ég hef ekki vanist því að staðsetja neitt, nema það sé á ferð og finna þurfi ákveðinn punkt til að ganga út frá. T.d. eru skip staðsett ef vita þarf um veru þeirra á ákveðnum tíma, sama er gert um önnur farartæki og menn á ferð.
Haraldur Bjarnason, 11.3.2008 kl. 16:28
Ég man eftir að Samfylkingin vildi auglýsa opinber störf án staðsetningar. Þetta var meðal annars kynnt í grein Láru Stefánsdóttur „Stjarnfræðingur á Stöðvarfirði.“
Ég veit ekki hvort fyrsta skrefið í þessu átaki sé að auglýsa starf framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs án staðsetningar. Yfirskriftin hefði getað verið: „Framkvæmdastjóri úr fjarlægð.“
Zunderman (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 18:30
Svo hefði auðvitað mátt bæta vð þetta að Haukur Ingibergsson forstöðumaður Fasteignamats ríkisins vill leggja niður skrifstofur Fasteignamatsins á Egilsstöðum og í Borgarnesi. Þarna þarf viðkomandi ráðherra að grípa inn í furðulega hugmynd embættismanns,sem þýðir aukin kostnað og minni þjónustu en ekki sparnað eins og hann heldur fram.
Haraldur Bjarnason, 11.3.2008 kl. 21:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.