Leita í fréttum mbl.is

Kemur ađeins á óvart

Viđ skulum byrja á ţví ađ fá á hreint ađ ţađ koma aldrei til greina ađ Hannes yrđi rekinn út af ţessu máli. Háskólaprófessorar eru opinberir starfsmenn og ţeir eru ekki reknir fyrirvaralaust fyrir brot sem ţessi. Ţeir eiga rétt á áminningu fyrst.

Ţađ kemur mér hins vegar á óvart ađ Hannes sé einmitt ekki áminntur. Röksemdafćrslan er athyglisverđ. Rektor segir í raun ađ brotiđ verđskuldi áminningu en ađ svo langur tími sé liđinn frá brotinu ađ ţađ virki Hannesi í hag. Ţví er látiđ duga ađ átelja vinnubrögđ hans en hann er ekki formlega áminntur.

Ég ţekki ţađ sjónarmiđ úr refsirétti ađ líđi langur tími ţar til niđurstađa liggur fyrir í refsimáli eigi ţađ ađ koma til refsilćkkunar. Ţađ byggist á ţví ađ sú krafa sé gerđ til ákćruvalds og lögreglu ađ hrađa međferđ mála og ef mjög langur tími líđi ţá verđi ađ taka til greina ađ einstaklingur kunni ađ vera búinn ađ breyta lífi sínu til batnađar. Ţá er ţetta ákveđin svipa sem dómstólar beita gagnvart ákćruvaldinu til ađ hrađa međferđ mála, sem er ekkert nema gott mál.

Ég hef aldrei séđ ţessari reglu beitt á svipađan hátt innan stjórnsýslunnar. Ég er hins vegar ekki neinn sérfrćđingur í stjórnsýslurétti . Ég vil ţó benda á ađ fyrrverandi félagsmálaráđherra, Árni Magnússon var talinn hafa brotiđ stjórnsýslulög međ ţví ađ ţrýsta á fyrrverandi jafnréttisstýru um ađ segja af sér, en hún var í hérađsdómi talin hafi brotiđ jafnréttislög. Í Hćstarétti var jafnréttisstýran sýknuđ og ţví var ekki grundvöllur fyrir ađgerđum ráđherra.

Í ţessu máli má ţví segja ađ ekki hefđi veriđ unnt ađ beita Hannes neinum viđurlögum ađ stjórnsýslurétti, fyrr en einmitt núna ţegar dómur um mál hans hefur gengiđ í Hćstarétti. Ađ áminna hann fyrir ţann tíma hefđi ekki veriđ rétt ţar sem endanlegur dómur lá ekki fyrir. Hvort tíminn sem leiđ 4 ár sé óeđlilega langur er ekki gott ađ segja, stór mál taka oft langan tíma í kerfinu.

Er ţá stađan sú ađ aldrei hefđi veriđ unnt ađ áminna Hannes formlega? Dómskerfiđ sé bara of hćgvirkt? Ég er frekar á ţeirri skođun ađ vegna ţess ađ ekki var tćkt ađ áminna hann fyrr en nú ađ ţá séu rök rektors ekki skotheld og ţađ hefđi vel mátt áminna prófessorinn. En kannski er gott ađ hafa í huga, eins og rektor gerir, ađ ţađ er ekki alltaf besta lausnin ađ beita fyllstu hörku. Ţađ er víst einkenni góđra leiđtoga.


mbl.is Átelur vinnubrögđ Hannesar
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Mér sýnist hún líka vera ađ benda á ţađ ađ Háskólinn ţurfi víđtćkari og mun afgerandi lagaheimildir og reglur til ţess ađ taka á brotum starfsmanna.

Skaz, 3.4.2008 kl. 19:31

2 Smámynd: Skaz

Ég held ađ Kristín ţessi hefđi rekiđ hann ef hún hefđi haft tćkin og tólin til ţess. Ţetta er međ ţví harđara sem mađur hefur lesiđ frá Rektorum....ever!

Efast um ađ hvćsin frá Davíđ hefđu heyrst til hennar... 

Skaz, 3.4.2008 kl. 22:10

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband