Leita í fréttum mbl.is

Þetta var bara alvöru

Sit uppi á 6. hæð í Lágmúlanum. Því ofar sem maður er því meira magnast tilfinningin skylst mér og ég get vel trúað því, því mér fannst þetta heilmikið. Traust mitt á íslenskum verktökum var þó slíkt að ég hreyfði mig ekki úr sæti.

Vinnufélagi minn segist handviss að þetta hafi verið stærri skjálfti en Suðurlandsskjálftinn hér um árið. Það verður gaman að sjá hvort það er rétt.

Magnað að upplifa náttúruna svona, en jafnvel enn magnaðra að maður skuli búa svo vel að þurfa ekki að óttast hörmungar og hrun húsa eins og ýmsar aðrar þjóðir.

Við Íslendingar erum heppnir og skulum ekki gleyma því.


mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég hélt nú til að byrja með að þeir væru að sprengja í Reynisvatnsásnum (er sem sagt heima hjá mér), og ætlaði að fara að hringja í borgarstjórann og skammast......

Sigríður Jósefsdóttir, 29.5.2008 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband