Leita í fréttum mbl.is

Lítt spennandi kappræður

Þessar kappræður milli frambjóðendanna eru ekki sérleg spennandi yfirleitt. Það er orðið almennt viðurkennt að menn græði lítið á því að teljast hafa unnið þær. John Kerry var talinn hafa haft betur í öllum kappræðum gegn George W. Bush en það hjálpaði honum lítið. Það er hins vegar staðreynd að mönnum getur orðið illa á í svona kappræðum. Þannig er upphaf endalokanna hjá Michael Dukakis í kosningunum 1988 rakið til slæms svars í kappræðum. En um það má lesa nánar hér í færslu Silju Báru Ómarsdóttur. Bloggið hennar er skemmtilegt fyrir þá sem áhuga hafa á kosningunum í Bandaríkjunum, já og aðra.

Nú í kvöld mun athyglin beinast að Palin. Hún mun standa sig ágætlega, enda mun hún gæta sín að lenda ekki í beinum átökum við Biden en halda sig við að slá fram fyrirfram ákveðnum frösum. Biden mun gera eitthvað svipað enda má hann ekki ganga of hart fram gegn Palin til að virka ekki karlrembulegur. Ég spái því sem sagt að þetta verði tilþrifalítið en öruggt hjá báðum.

Ég á því ekki von á einhverju eins og þessu. Þetta er flottasta slátrun sem ég hef séð. Dukakis klúðraði kannski málunum í sínum kappræðum en Lloyd Bentsen varaforsetaefni hans tók Dan Quale í nefið með einni meitlaðri setningu. En því miður vinnast kosningar ekki á kappræðum. Ekki einu sinni þegar svona snilldarlega tekst til.


mbl.is Palin fellur í áliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: maddaman

Mér sýnist allt stefna í nákvæmlega þetta... tilþrifalítið og nokkuð öruggt... overall frekar óspennandi "kappræður"!

maddaman, 3.10.2008 kl. 02:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.