17.11.2008 | 12:49
Að reyna að skilja hlutina
Mér reynist erfitt að skilja hvernig íslenska fjármálakerfið gat hrunið ein og það gerði. Auðvitað er ekki ein ástæða fyrir því, það hljóta að hafa verið nokkrir samverkandi þættir.
Ég trúði því samt einhvern veginn að kerfið myndi virka, vegna þess að eigendur bankanna hefðu augljóslega hag af því að þeir færu ekki á hausinn. Þannig hafði ég ekki áhyggjur af skuldum bankanna. Ég treysti því einhvern veginn að þessir menn vissu hvað þeir væru að gera.
Áhrifavaldar hrunsins eru því að mínu viti þessir:
1. Stjórnendur bankanna höguðu sér á ábyrgðarlausan hátt og týndu sér í einhverjum fáránlegum ríku kalla leik. Þeir vissu sem sagt ekki hvað þeir voru að gera. (Úbbbs fyrir mig)
2. Stjórnvöld voru of meðvirk. Menn höguðu sér eins og félagar bankanna og fjármagnseigendanna í útrásinni, en ekki eins og virkur aðhalds- og eftirlitsaðili. Reyndar má segja það sama um fjölmiðla og stóran hluta almennings.
Eftir hrunið hafa svo hlutirnir ekkert skánað. Núverandi stjórnvöld, ríkisstjórn og Seðlabanki, hafa svo staðið sig ævintýralega illa í því að leysa úr málinu. Vonandi skánar þetta eitthvað núna.
Af þessu verða menn að draga lærdóm. Þegar bankarnir verða einkavæddir á ný (Því það á að gera) þá má ekki gera sömu mistökin aftur. Fylgja þarf eftir kröfum um dreifðara eignarhald og aðkomu erlendra banka.
En Íslendingar þurfa kannski fyrst og fremst að læra að skuldsetja sig ekki eins svakalega og við höfum verið að gera. Sumir kynnu að segja að það sé óhjákvæmilegt en með ákveðinni hugarfarsbreytingu er hægt að gera hluti sem ég hélt að væru ekki mögulegir, eins og t.d. að spara sér fyrir hlutum. Guðmundur Gunnarsson ritar ágætlega fróðlegan pistil um þetta.
Annars kann ég Svanssyni þakkir fyrir að vísa á þessa grein. Ég skil hlutina aðeins betur eftir að hafa lesið hana.
"This is a man-made disaster and worse still, one made by a small group of Icelanders who set off to conquer the financial world, only to return defeated and humiliated. The country is on the verge of bankruptcy and, even more important for those of Viking stock, its international reputation is in tatters. It hurts."
Eldri færslur
- Febrúar 2012
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
Bloggvinir
- heiddis
- maddaman
- birkir
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- toreybirna
- agnarbragi
- agnesasta
- lubbiklettaskald
- bokakaffid
- davidorn
- einarbb
- einarfreyr
- einarsmaeli
- hjolagarpur
- eyglohardar
- fannygudbjorg
- fufalfred
- gesturgudjonsson
- brekkukotsannall
- neytendatalsmadur
- gladius
- vefmundur
- hugs
- gudrunthora
- gvald
- hallurmagg
- hannibalskvida
- hl
- hreinsamviska
- isk
- johannast
- jonfinnbogason
- skjalfandi
- kristbjorg
- solmundur
- meinhornid
- oddgeire
- olafurjonsson
- ruber
- rosaadalsteinsdottir
- trumal
- salvor
- suf
- sjos
- sigurdurarna
- nr123minskodun
- kaupfelag
- stefanjonsson
- vefritid
- thjodarblomid
- tharason
- thorolfursfinnsson
Athugasemdir
Votta þér samúð mína með formanninn.....
Sigríður Jósefsdóttir, 17.11.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.